Sökudólgurinn er Reykjavíkurborg sjálf....

Enn og aftur byrjar Reykjavíkurborg sama sönginn.  Öll loftmengun og svifryk bílum og nagladekkjum að kenna.  Staðreyndin er sú, að það eru aðgerðir og aðgerðaleysi Reykjavíkurborgar sjáfrar sem er aðal mengunarvaldurinn.  

Jú, það er rétt að nagladekk slíta götum meira en ónelgd dekk.  Samkvæmt erlendum rannsóknum munar þar um 10 til 15 prósentum.  Það er algjörlega ljóst, að megin ástæðan fyrir mengun af völdum umferðar í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu eru ekki nagladekk, heldur umferðartafir, saltaustur, ófrágengnir kanntar, ónýtt malbik, holumyndun og síðast en ekki síst skortur á þrifum.

Þessi árvissi söngur Reykjavíkurborgar á því ekki við rök að styðjast.  Aðrar borgir eru tanduhreinar, þrátt fyrir nagladekkjanotkun.  Ástæðan hér er uppsafnaður skítur, ryk, salt og drulla sem fær að safnast upp fyrrihluta vetrar og þyrlast síðan upp þegar stillur fyrir vorið byrja.  Engin þrif eru af hendi borgarinnar fyrr en í byrjun sumars, öfugt við það sem áður var, en þá sást ekki svona rykmyndun og drulla.

Þrífa heima hjá sér.  Það er svarið og það er það sem aðrar borgir gera, það er að segja ef þeim er vel stjórnað....

Ólafur Guðmundsson.

 


mbl.is Nagladekkin óþörf í höfuðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Talandi um mengun í borginni þa má líka minnast á hraðahindranir, þúsundir talsins í borginni. Þær auka mengun verulega, bremsa og gefa í er ekki lofthreinsandi. Svo má benda á að það er öruggt að nokkrir borgarbúar veikjast verulega og jafnvel deyja árlega vegna þessarar loftmengunar. Ég hef hvergi í nokkurri borg erlendis fundið svona hraðahindranir eins og tíðkast hér. Ef maður finnur eina erlendis þá er það kannski svona gúmmímotta sem er 1/4 af hæð a la Reykjavíkurborg.

Örn Johnson´43 (IP-tala skráð) 27.10.2016 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Kristinn Guðmundsson

Höfundur

Ólafur Kristinn Guðmundsson
Ólafur Kristinn Guðmundsson
Alþjóðlegur dómari í akstursíþróttum og umferðaröryggisgúrú.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...oli
  • PICT0376 edited

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband