Málefnin látin víkja fyrir hatri....

Þessi umræða er með ólíkindum. Vilhjálmur Árnason hefur verið einn öflugasti þingmaður landsins þegar kemur að umferðaröryggismálum frá því að hann tók sæti á Alþingi.  Hann hefur tekið þátt í fullt af fundum og verkefnum sem snúa að þeim málaflokki. Fáir komast með tærnar þar sem hann er með hælana í því efni, sérstaklega þegar um Grindavíkurveginn er að ræða, sem er 7. slysamesti vegur landsins. Hér tala ég af reynslu....

Sama má segja um lögregluna, sem er boðin og búinn til að koma að umferðaröryggismálum fyrir hvern sem er. Þar tala ég líka af reynslu.

Lögreglan myndi örugglega gera nákvæmlega það sama fyrir hvaða stjórnmálaflokk eða stjórnmálamann sem er, þegar umferðaröryggi er annars vegar. Það er bara enginn sem hefur beðið um slíkt nema Vilhjálmur Árnason í þessari kosningabaráttu held ég....

Ólafur Kr. Guðmundsson.


mbl.is „Þetta var mjög saklaust“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Froðusnakk Dags B. Eggertssonar og co.

Manni flökrar við að horfa á þessar skýjaborgir borgarstjóra enn og aftur.  Hér er enn og aftur verið að vaða yfir Grafarvogsbúa og algjörlega án samráðs með hugmyndir sem umbylta þessu frábæra hverfi, sem ég hef búið í síðustu 25 ár.  Þetta hverfi var frábærlega skipulagt frá upphafi, en nú áð að umturna því sem er ein af djásnum hverfisins, ÚTSÝNINU YFIR SUNDIN.

Dagur dásamar hér nokkurskonar "Manhattan" í þröngu steinsteypu hlassi með 20 hæða turni í hverfi sem er lágbyggt frá upphafi með útsýni til Viðeyjar, Snæfellsjökuls og Faxaflóa, svo ekki sé minnst á Esju og Akrafall.  Nú á að taka það af þeim sem byggðu í Rimahverfi og treystu því skipulagi sem um þetta svæði gilti, sem var hugsanleg byggð, sem ekki yrði hærri en þau hús Áburðarverksmiðjunar sem nú eru.  Nei, tvöfalda hæðina svo ekki sé talað um þéttleikann. 

Og hvað með umferðarmálin.  Allt stopp yfir Gullinbrú eins og staðan er í dag.  Ekki orð um það hvernig umferð í þetta draumasvæði Dags og co. á að virka.  Borgarlínudraumarnir liggja ekki þarna nálægt.  Sundabraut horfin og götur sjást ekki á þessari "Eyju" borgarstjóra, hvorki að eða frá.

Til að kóróna ruglið, eru öll húsin sem nú eru við Viðarrima og Smárarima horfin og blokkir komnar í staðin, þar á meðal mitt hús.  Enginn frá Reykjavíkurborg hefur reynt að semja við mig um kaup eða eignarnám á mínu heimili.

Allt ber þetta keim af örvæntingarfullum tálsýnum til að tryggja sér áframhaldandi völd í Reykjavíkurborg, byggt á froðu....


mbl.is Þúsund íbúðir og ylströnd á Gufunesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Ólafur Kristinn Guðmundsson

Höfundur

Ólafur Kristinn Guðmundsson
Ólafur Kristinn Guðmundsson
Alþjóðlegur dómari í akstursíþróttum og umferðaröryggisgúrú.
Okt. 2017
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • ...oli
  • PICT0376 edited

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband