Að taka lögin í sínar hendur....

Já, það er magnað að sjá hvernig menn túlka alla hluti sér í hag.

Ekkert sem hér er tínt til er brot á umferðarlögum.  Þeir sem hér eru að stöðva bíla til að sinna þeim erindum sem þeir hafa sinnt áratugum saman er ekkert sem þessum ágæta hjólamanni ætti að koma á óvart, enda fullkomlega löglegt.

Ekkert af því sem hér er sýnt er brot á umferðarlögum, enda hefur lögreglan ekki gert athugasemdir hér um.  Hér eru engar merkingar sem banna affermingu af nokkru tagi, hvort sem er af vörum eða fólki.  Það sem reynt er að taka til hefur enga lögformlega merkingu.  Málað reiðhjól á götu er ekki til í umferðarlögum eða reglugerðum þar um.  Sama á við um hjólastól, nema því fylgi umferðarmerki og rammi sem sýni viðkomandi stæði.

Öll Hverfisgatan er gjörsemlega ólögleg hvað varðar það sem um er fjallað í umferðarlögum varðandi gangandi og hjólandi umferð.  Hvergi eru lögbundin umferðarmerki, yfirborðsmerkingar eða annað það sem þar ber að fylgja.

Á allt þetta var ítrekað bennt áður en í þessar framkvæmdir var farið af íbúum, hagsmunaaðilum, umferðaröryggissérfræðingum og öðrum, en eins og við Hofsvallagötu og Borgartún var allt slíkt látið fram hjá sér fara.

Ég vil bara benda mönnum á að skoða umferðarlögin, reglugerð 289/1995 og annað það sem um þetta fjallar áður en of mikið er sagt í þessum efnum.

Ólafur Guðmundsson.

 


mbl.is Aðförin að einkahjólinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Umferðarlög 60/1987:

[5. gr. a. Í þéttbýli má ekki í heimildarleysi aka, stöðva eða leggja vélknúnu ökutæki utan vega á svæði sem ekki er ætlað fyrir umferð vélknúinna ökutækja.

Benedikt (IP-tala skráð) 24.11.2014 kl. 13:52

2 identicon

Mig langar að benda höfundi á eftirfarandi greinar úr umferðalögum. Þessar greinar eiga allar við hér.

Úr umferðalögum nr. 50/1987. Tekið af lagasafni alþingis á althingi.is.

  5. gr. Vegfarandi skal fara eftir leiðbeiningum um umferð, sem gefnar eru með umferðarmerkjum, umferðarljósum eða hljóðmerkjum eða öðrum merkjum á eða við veg, sbr. 84. gr. Leiðbeiningar þessar gilda framar almennum umferðarreglum.

Samkvæmt þessari grein skulu vegfarendur fara eftir leiðbeiningum um umferð sem gefnar erru með merkjum m.a. á vegi.

 7. gr.  Eigi má leggja ökutækjum nema á sérstaklega merktum stæðum. Ákvæði þetta gildir eigi um reiðhjól.

 13. gr. Ökumaður skal nota akbraut. Bannað er að aka eftir gangstétt eða gangstíg.

 Þar sem sérstakar reinar eru fyrir mismunandi tegundir ökutækja, skal ökumaður nota þá rein, sem ökutæki hans er ætluð.

 25. gr.

 Þegar ökumaður ætlar að beygja á vegamótum, ber honum að veita forgang þeirri umferð, sem á móti kemur, svo og gangandi vegfarendum [og hjólreiðamönnum],1) sem fara þvert yfir akbraut þá, sem hann ætlar að fara á. Sama á við um akstur yfir eða af akbraut þar sem eigi eru vegamót.

 27. gr. Eigi má stöðva ökutæki eða leggja því á þeim stað eða þannig að valdið geti hættu eða óþarfa óþægindum fyrir umferðina.

Hvað segir þú? Hver er að taka lögin í sínar hendur?

Gunnar Runolfsson (IP-tala skráð) 25.11.2014 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Kristinn Guðmundsson

Höfundur

Ólafur Kristinn Guðmundsson
Ólafur Kristinn Guðmundsson
Alþjóðlegur dómari í akstursíþróttum og umferðaröryggisgúrú.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...oli
  • PICT0376 edited

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband