11.12.2014 | 20:37
Borga hikstalaust 500 kall fyrir lífið og öryggi í samgöngum....
Nú ætlar niðurgreidda samfélagsfyrirtækið Strætó Bs. að hasla sér völl enn og aftur í trausti niðurgreiðslna og án þeirra sjálfsögðu öryggiskrafna til handa almennum borgurum, sem eru öryggisbelti í hópferðabílum. Aðrir þjónustuaðilar hafa metnað fyrir því og ég mun því án umhugsunar borga þessar 500 krónur fyrir öryggið, sem Strætó sér ekki ástæðu til að bjóða eða krefjast.
Af langri reynslu og þekkingu á umferðaröryggi, þá veit ég að allur hraði á almenningsvögnum umfram 50 km. innanbæjarhraða er lífshættulegur þeim sem láta glepjast á þessari þjónustu, sem er niðurgreidd og ekki með umferðaröryggi í fyrirrúmi.
Ólafur Guðmundsson.
Strætó beint á Keflavíkurflugvöll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ólafur Kristinn Guðmundsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er einn þeirra sem nýta sér almenningssamgöngur milli Reykjanesbæjar og Reykjavíkur að staðaldri og við vorum mörg kvíðin vegna breytinganna, enda Strætó fast við sitt heygarðshorn, að setja fram alls konar kröfur um búnað vagnanna, en engar um öryggi farþega. Það gladdi mig því mikið þegar framkvæmdastjóri SBK sem fékk aksturssamninginn, staðfesti við mig að SBK ætlaði að hafa bílbelti í öllum sætum, þó ekki væri krafa um slíkt í útboðsgögnum.
Þarna gengur fyrirtæki fram fyrir skjöldu og ber hag viðskiptavina fyrir brjósti sér. Verra er þó að þeir eru bundnir af kröfum Strætó um stæði fyrir standandi farþega.
Hvernig stendur á því að Strætó kemst upp með svona vitleysu meðan rútufyrirtæki eru skyldug til að tryggja öryggi farþega með sætum og sætisólum?
Stefán Árni Stefánsson (IP-tala skráð) 11.12.2014 kl. 22:18
Það að Strætó BS sé undanþegið reglum sem öllum öðrum sé skilt að fara eftir getur ekki staðist fyrir lögum.
Hlítur líka að vera brot á jafnræðisreglu.
Gunnar Þórarinsson (IP-tala skráð) 12.12.2014 kl. 01:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.