19.12.2014 | 12:58
Ábyrgð borgarinnar í snjóhreinsun
Hér er um að ræða beina afleiðingu þess, að borgaryfirvöld eru með rangar áherslur í snjóhreinsun. Fyrst koma hjólastígar, þá göngustígar, næst strætóleiðir og þá stofbrautir fyrir bílaumferð, sem flestir borgarbúar nota sem samgöngur.
Það gerir það að verkum að miklir frosnir hraukar hrannast upp eins og undanfarnir dagar sanna. Mín gata í Grafarvogi var orðin nánast ófær vegna þess að engin tilraun var gerð til að moka hana fyrr en á þriðja degi, þrátt fyrir ábendingar um að þar væri allt að stefna í óefni og tjón fyrir bíleigendur. Þegar það var loksins gert voru brot úr bílum um allt, þar sem undirvagnar voru að gefa sig í venjulegum bílum.
Hjólastígarnir voru hreinir, en ljóst í fölinni sem yfir lá að enginn hafi hjólað á þeim svo dögum skipti. Hér er áherslan eitthvað á skjön.....
Ófærðin leikur pústkerfin grátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ólafur Kristinn Guðmundsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.