Fullkomin ábyrgð Reykjavíkurborgar vegna ástands gatna.

Mikið skelfing ætlar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri að reyna að skauta létt fram hjá ábyrgð sinni undanfarin ár varðandi ástand gatna í Reykjavík.  Hann talar í marga hringi kringum og framhjá þeirri staðreynd, að Reykjavíkurborg og hann sem borgarstjóri bera alla ábyrgð á því viðhaldsleysi sem hefur orsakað það hrun sem nú er orðið í gatnakerfi borgarinnar.

Það er ekki svo, að hann kenni tíðarfarinu og veðrinu um, heldur reynir hann núna að afsaka þetta með því að fé vanti frá ríkinu til vegaframkvæmda og viðhalds í borginni.  Staðreyndin er sú, að Vegagerðin og ríkið standa sig mun betur en Reykjavíkurborg í þessu efni.  Nánast allar þær litlu malbikunarframkvæmdir sem sáust í borginni í fyrra voru á vegum Vegagerðarinnar.  Þá hefur ríkið lagt til rúmlega 800 milljónir aukalega til viðhalds vega í fjárlögum fyrir 2015, sem er veruleg viðbót sem meðal annars mun nýtast á höfuðborgarsvæinu.

Vangaveltur borgarstjóra um að hér sé eitthvað upp á ríkið að klaga eru nánast aumkunarverðar, þar sem það er Reykjavíkurborg sem átti allan heiður af samningnum milli síðustu borgarstjórnar og síðustu ríkisstjórnar um að fara í engar framkvæmdir í vegamálum á höfuðborgarsvæðinu í 10 ár og láta nánast allan peninginn í niðurgreiðslur á almenningssamgöngum m.a. um allt land.

Staðreyndin er sú, að borgarbúar eru búnir að greiða fyrir þessa þjónustu borgarinnar að fullu í gatnagerðargjöldum og útsvari, sem eru þau hæðstu á landinu í Reykjavík.  Önnur sveitarfélög fjármagna sitt viðhald á götum á sama hátt, en víða með lægri álögum.  Það er aftur á móti Reykjavík sem hefur ekki afhennt þessa þjónustu til borgarbúa, frekar en margt annað.  Það heitir á heiðarlegri íslensku "Vörusvik".

Ég held að borgarstjóri og núverandi meirihluti ætti að girða sig í brók, viðurkenna vandann, gera opinberlega áætlun um aðgerðir og viðbrögð.  Það þarf ekkert að skoða þetta eða nefndarleggja.  Neyðaráætlun um massíft viðhald á götum borgarinnar þarf að fara í gang strax í vor og standa í allt sumar, ef við borgarbúar eigum ekki að keyra á malarvegum næsta vetur.  Ég trúi að Vegagerðin og ríkið muni gera slíkt, en hef ekki enn séð nein viðbrögð í þá átt frá Reykjavíkurborg.


mbl.is Röng forgangsröðun veghaldara?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Stóð Dagur ekki fyrir því ásamt Jóni Gnarr, að semja um það við Vegagerðina að þeir fengju milljarð til að leika sér með og á móti þyrfti Vegagerðin ekkert að gera í viðhaldi vegamála næstu árin????????

Jóhann Elíasson, 24.2.2015 kl. 17:38

2 identicon

Jú, það voru þeir og viðsemjandinn Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms.

K

Ólafur Guðmundsson (IP-tala skráð) 24.2.2015 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Kristinn Guðmundsson

Höfundur

Ólafur Kristinn Guðmundsson
Ólafur Kristinn Guðmundsson
Alþjóðlegur dómari í akstursíþróttum og umferðaröryggisgúrú.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...oli
  • PICT0376 edited

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband