6.5.2015 | 19:24
Hversu mikið á að malbika....
Mjög ánægjulegt er að heyra að Vegagerðin er kominn af stað með framkvæmdir á þeirra hluta gatnakerfisins í Reykjavík. Því miður er ekki hægt að segja það sama um borgaryfirvöld, þar sem það litla sem heyrst hefur er bara dropi í þetta holuhaf...
Það væri afar fróðlegt, ef Vegagerðin gæti gefið upp hversu margir kílómetrar af vegum (akreinum) eru á þeirra könnu í Reykjavík og höfuðborgarsvæðinu í heild.
Þar sem búið er að bjóða verkið út, hlýtur að liggja fyrir hversu margir kílómetrar það eru sem á að malbika, þó svo að ekki sé búið að semja við verktaka. Einnig hlýtur kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar að liggja fyrir.
Einnig hlýtur að liggja fyrir forgargsröðun á því hvaða vegir verða malbikaðir í sumar.
Það er sjálfsagt og nauðsynlegt að þetta verði gefið upp til að upplýsa okkur bíleigendur og skattgreiðendur, hverju við eigum von á.
![]() |
Töluvert verk framundan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ólafur Kristinn Guðmundsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.