23.8.2015 | 07:33
Ofstækið í Reykjavík
Ég hef komið á fjölda viðburða erlendis þar sem svona bílastæðavandamál þekkjast ekki. Þar má nefna tónleika, útihátíðir, íþróttaviðburði eins og maraþon og Formulu 1. Allstaðar eru bílastæðamál leyst og ekki þarf að sekta almenna borgara sem eru bara að koma til að njóta þess sem uppá er boðið.
Þegar stórviðburðir eru skipulagðir, er partur af skipulagningunni að gera gestum kleyft að mæta á þann hátt sem þeir kjósa. Það heitir ferðafrelsi einstaklingsins, nokkuð sem ekki er í hávegum haft í Reykjavík, hvort sem er á menningarnótt, eða viðburðum í Laugardal. Opin svæði eins og tún, flatir melar og aðrir þeir staðir sem má leggja bílum á eru notaðir í slíkum tilfellum, þó svo að almennt sé það bannað. Ég hef margoft lagt "löglega" á slíkum svæðum erlendis, en í Reykjavík er maður einfaldlega hættur að mæta, þar sem einungis þeir sem nota samgöngumáta þóknanlegum kenjum yfirvalda.
Í Reykjavík voru skilaboðin í gær: "Taktu strætó og skildu bílinn eftir heima" Annars ertu ekki velkominn. Jú, þeir sem eiga heima í 101 gátu komið gangandi, en þeim var ekki leyfilegt að kjósa að fara annað á bílum sínum, nema að eiga hættu á að vera sektaðir fyrir að brjóta lokunarbann Reykjavíkurborgar.
Með þessu var fjöldi bílastæða tekinn úr notkun og þeir sem áttu bíla innan þessa lokunarhrings hnepptir í fjötra. Síðan var sendur út her manna til að skrifa sektarmiða í stað þess að setja upp bráðabirgðastæði og leiðbeina fólki til að leggja löglega.
Hér er að koma betur og betur í ljós það ofstæki sem er í gangi gagnvart tilteknum löglegum ferðamáta fólks, sem kýs að vera ekki í því formi sem þóknast þeim sem vilja kúga fram viðhorf og lífstíl sem þeim eru þóknanleg.
Ólafur Guðmundsson.
Sektaðir fyrir að leggja hjá BSÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ólafur Kristinn Guðmundsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fjötrar, her manna, kúgun... Borgaðu bara sektina og hættu að leggja upp um allar trissur, dramadrottning.
Gísli Friðrik, 23.8.2015 kl. 14:27
Borgaði enga sekt, þar sem ég mætti ekki. Lagði því hvergi og get verið dramadrotning í þeim skilningi.....
Stend aftur á móti við allt sem ég sagði um ofstæki þeirra sem vilja stjórna því hvernig ég og aðrir mæta á viðburði sem við skattgreiðendur borgum og bjóðum uppá.
Ólafur Kristinn Guðmundsson, 23.8.2015 kl. 21:21
Sæll Ólafur Kristinn - sem og aðrir gestir, þínir !
Ólafur síðuhafi !
Hafðu: hinar beztu þakkir, fyrir drengileg skrif gegn ömurlegu ofstýringar- og forsjárhyggju liðinu hérlenda, Ólafur Kristinn.
Tek undir - hvert orða þinna.
Gísli karlinn Friðrik - aftur á móti:: minnir mig á ofdekraðan STASI krakka austan frá Prússlandi (Austur- Þýzkalandi), sem hefir ekki ennþá náð sér fyllilega, eftir fall Kommúnismans / en ber með sér í leiðinni auðsveipni mikla - sem þýlindi, til ísl. ofstjórnunar áráttu.
Slíkir: hafa mér alltaf þókt, fremur leiðigjarnir, í daglegum samskiptum.
Með beztu kveðjum af Suðurlandi - fremur þurrum þó, til Gísla Friðriks, og hans nóta /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.8.2015 kl. 16:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.