Ekki mjög trúverðugt......

Mikil óánægja var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, þegar áform um þrengingu Grensásvegar komu fram fyrir rúmu ári, enda ekkert samráð haft við þá frekar en aðra. Nú hefur aðeins verið krukkað í það sem slökkviliðið fann að, en ekkert hlustað á ábendingar annarra hagsmunaaðila og íbúa.

Nú segist slökkviliðið "una" við þetta.  Það er svo sem ekki skrítið og þarf ekki annað en að lesa fundargerðir stjórnar slökkviliðsins, sem slökkviliðsstjóri þarf að lúta. Formaður stjórnar er borgarstjóri Dagur B. Eggertsson og í fjarveru hans tekur S. Björn Blöndal formaður borgarráðs við stjórnartaumunum.  Báðir eru þeir í forystu þeirra sem vilja allt til vinna til að spilla samgöngumáta mikils meirihluta borgarbúa. Í ljósi þess ber að skoða sinnaskipti slökkviliðsstjóra.

Þessu til viðbótar er gjörsamlega óskiljanlegt að fara í þessa framkvæmd sem EKKERT kallar á að gera núna, eins og fjárhagur Reykjavíkurborgar er.  Taprekstur sem aldrei fyrr og niðurskurður í grunnþjónustu barna og eldri borgara.

Grensásvegurinn á þessum kafla er algjörlega slysalaus á gangandi og hjólandi vegfarendum frá 2007 til 2014.

Einginn veit hversu margir hjóla eða ganga á þessum kafla á Grensásvegi.

Engar rauntalningar á umferð bíla.  Aðeins stuðst við útreikninga og ágiskanir.

Enginn veit hversu margir ganga eða hjóla yfir Grensásveg, né heldur hvar.

Það mætti allveg koma tvöföldum hjólastíg austanmegin við götuna og mjókka miðeyjuna, nokkuð sem leysir þarfir allra á besta veg.  Það var fellt af núverandi meirihluta í fyrra.

Þessu fylgir jafnframt að taka út hægribeygju vasana við Bústaðaveg og auka þar á þær teppur sem eru fyrir.

Af hverju í dauðanum að undirbúa þetta ekki betur, byggt á raunverulegum þörfum, talningum og útfærslum sem eru bæði ódýrari og skynsamari.

Svarið er pólitískar kreddur, réttrúnaður og ofbeldi gagnvart þeim samgöngumáta sem flestir kjósa í Reykjavík.

 

Ólafur Guðmundsson.


mbl.is Una vel við breytingar á Grensásvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Svo eru ekki til 6 milljónir til að hafa mötuneyti opið um helgar og hátíðardaga fyrir gamla fólkið.

Þetta er svo snarundarleg forgangsröðun að það hálfa væri nóg.

Landfari, 14.1.2016 kl. 18:06

2 identicon

Sammála þessu með 6 milljónirnar vegna mötuneytis aldraðra en það eru til 170 milljónir í óþarfa gæluverkefni meirihluta Borgarstjórnar þvílík hræsni.

Filippus Jóhannsson. (IP-tala skráð) 15.1.2016 kl. 16:11

3 identicon

Ég er innilega sammála því sem fram kemur í bloggi Ólafs Kristins. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur á öllum sínum ferli barist gegn hagsmunum hins almenna borgara,lagt bifreiðaeigendur og -notendur sérstaklega í einelti, eytt ógrynni fjár í gæluverkefni á meðan fé hefur verið skorið niður til ýmissa forgangsverkefna svo sem til þjónustu við eldri borgara og öryrkja, dregið hefur verið úr hvers kyns þjónustu við borgarana en þjónustugjöld hækkuð á sama tíma fyrir viðkomandi þjónustu. Stutt er í því efni að minnast sorphirðunnar.

Ekki virðist borgarstjórnarmeirihlutinn geta lært af mistökum sínum þegar gæluverkefnin eru annars vegar. Þá er meirihlutavaldið notað til að þvinga óvinsælum aðgerðum á borgarbúa og þagga niður í andmælum þeirra. Eftir hatramma baráttu gegn bifreiðaeigendum árum saman hefði mátt ætla að Hofsvallagötuhneykslið hefði orðið til þess að  meirihlutinn nýtti sér lærdóminn og reynsluna til að hægja eitthvað á þeirri baráttu. En það er nú öðru nær. Nú á að endurtaka mistökin og vitleysuna, eyða tugum miljóna í þrengingu á Grensásvegi, eflaust með tilheyrandi blómakössum, fuglabúrum og öðrum hindrunum til að torvelda umferð bifreiða. Ljósi punkturinn þegar horft er fram á veginn og hugsað til reynslunnar, er sá að væntanlega verður borgarstjórnarmeirihlutinn aftur að bregðast við mótmælum borgarbúa á sama hátt og gert var í Hofsvallagötuvitleysunni - með því að verja öðrum miljónatugum til niðurrifs á vitleysunni og færa Grensásveginn aftur í sama lag.

Sigvaldi Friðgeirsson (IP-tala skráð) 15.1.2016 kl. 16:53

4 identicon

Ég er félagsmaður í FÍB og er alveg sáttur við þessar hugmyndir. Áratugum saman hafa einkabílar haft mikinn forgang í öllu skipulagi borgarinnar. Það er löngu kominn tími til þess að taka tillit til fótgangandi fólks og raynar einnig þeirra sem kjósa að fara um á reiðhjólum.

Ég hef horft upp á börn slasast ú umferðinni þótt ekki sé það á Grensásvegi. Fyrir mörgum árum varð einn nemandi minn fyrir alvarlegu slysi á Háaleitisbraut. Árum saman var rifist um hvort það ætti að setja þrengingar og hægja á umferð við þá götu. Ekkert gerðist fyrr en þetta alvarlega slys kom upp. 

Grensásvegur liggur í gegnum íbúðahverfi og skólabörn eiga leið þvert yfir þessa götu efst við götuna þá stendur til að skipuleggja íbúðahverfi í Skeifunni. Það er mikill fjöldi skólabarna sem fer þar um einnig. Það er gríðarleg umferð bíla sem fer þarna um á hverjum degi. 

Ólafur, þú er kynntur hér sem varaformaður FÍB en væntanlega ertu ekki að ræða þetta mál sem slíkur. Eða hefur þetta félag ályktað um þetta mál?

Kristbjörn Árnason (IP-tala skráð) 15.1.2016 kl. 18:12

5 identicon

Sæll Kristbjörn.

Algjörlega rétt hjá þér.  Ég skrifaði þetta sem einstaklingur en ekki sem varaformaður FÍB og því ber ekki að túlka þessa skrif mín sem stefnu eða ályktanir félagsins.  Reyndar var ég mjög hugsi þegar ég sá þenna fréttaflutning á MBL, þar sem fyrirsagnir, umfjöllun og tenging mín við FÍB eru mjög settar í stílinn, svo ekki sé meira sagt.  Bara sem eitt dæmi, þá talaði ég aldrei um "Ofbeldi gegn bílnum".  Ég talaði aftur á móti um ofbeldi gegn þeim samgöngumáta sem 80% borgarbúa hafa löglega kosið sér að nota.  Þar er mikill munur á...

Ég er vissulega varaformaður FÍB og hef sem slíkur tekið mjög virkan þátt í umferðaröryggismálum á öllum sviðum í mörg ár.  Eins og ég skrifaði í áðurnefndu bloggi, þá vil ég að menn byggi ákvarðanir og umfjöllun á faglegu mati.  Það er það sem skortir varðandi þessi áform á Grensásvegi.  Öryggi götunnar varðandi óvarða vegfarendur er algjört með engum slysum.  Það besta sem gerist.  Ef menn myndu snúa sér við horfa á gatnamót Grensásvegar og Miklubrautar við upphaf þessara framkvæmda, kæmi í ljós að þar eru slysamestu gatnamót landsins.   Þar á ekkert að gera.

Kynning mín í þessari frétt sem varaformaður FÍB er algjörlega af hendi ónafngreinds blaðamanns.  Það mætti allveg finna fleiri titla á mig, telji einhverjir þess þörf, en í áðurnefndu bloggi skrifaði einstaklingurinn Ólafur Kristinn Guðmundsson, sem brennandi áhugamaður um bætt umferðaröryggi í þessu landi fyrir alla vegfarendahópa.  Starf mitt sem varaformaður FÍB er bara einn af þeim vetvangum sem ég hef gefið kost á mér til í þeirri viðleitni.

Ólafur Guðmundsson.

Ólafur Guðmundsson (IP-tala skráð) 15.1.2016 kl. 19:10

6 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Takk fyrir svarið Ólafur það er málefnalegt. En næsta áratugin eiga eftir að verða miklar breytingar í samgöngumálum. Það snýr ekki bara að rafvæðingunni heldur einnig að breytingum á samgöngum innan borgarinnar.  Við sjáum nú þegar vandamálið á vissum tímum í borginni þegar helstu umferðargötur í bera eiginlega ekki umferðarþungan bara við venjulegar aðstæður. 

Til að koma á þolanlegum breytingum t.d. innan borgarinnar skiptir máli að t.d. samtök bíleigenda komi að þeirri umræðu með málefnanlegum hætti. Það er augljóst að mörgum þáttum verður fórnað í okkar samgönguháttum sem rekum bíla. Einnig verður að standa vaktina gagnvart sveitarfélögunum að þau standi þannig að málum að ásættanlegt verði í sameiginlegum samgöngum.  

E.t.v. verður þetta til þess að margir kjósa að flytja burt úr borginni

Kristbjörn

Kristbjörn Árnason, 15.1.2016 kl. 21:03

7 identicon

Sæll Ólafur,

Þetta er vel skrifað og alveg merkilegt hvernig borgarstjórnarmeirihlutinn ætlar að ráðast að einkabílnum 

með því að reyna að hindra hann í að komast um borgina. Mín skoðun er að þessi aðgerð sé algerlega óþörf og virkilega vanhugsuð.

Mig langar að benda Borgarstjóra á að hugsanlega mætti minnka umferð og reyna að fækka bílum í umferðinni með bættum almenningssamgöngum. Mín reynsla af þeim er nefnilega hræðileg og oftar en ekki hef ég þurft að þeysast bæinn endilangann á mestu umferðartímum til að keyra börn til og frá vegna þess að þau misstu af strætó sem átti þó að koma á eftir þeim sem þau voru í og til að börnin væru kominn á réttum tíma á réttan stað hefur þurft að grípa til einkabílsins til að klára málið. Almenningssamögöngur eru of stopular og óöruggar og ekki síður of dýrar. 

Halldór Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.1.2016 kl. 22:45

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sem hjólreiðamaður hef ég aldrei lent í neinum vandræðum á Grensásvegi´og hefði frekar vilja sjá hluta af þessu fé sett í að gera göngu- og hjólastíga þar sem engir eru.

Sem eitt dæmi af fjölmörgum nefni ég leiðina frá gatnamótum Gullinbrúar og Fjallkonuvegar um Hallsveg að Langarima.

Ómar Ragnarsson, 17.1.2016 kl. 01:07

9 identicon

Sæll Ómar.

Eins og oft áður þá hugsum við eins í umferðarmálum.  Ég tók nefnilega saman í gær, hversu mikið af göngu og hjólastígum mætti gera, ef þessari óþarfa sóun á Grensásvegi væri sleppt.  

Skamkvæmt göngu og hjólastígaáætlun Reykjavíkurborgar 2016 eru 355 milljónir ætlaðar til slíkra verka.  Grensásvegur mun taka amk. 48% af þeirri fjárhæð, sem mun skila 700 metrum fyrir 242.857 á meterinn.   Fyrir utan Grensásveg eru 2.700 metrar af stígum sem á að gera og þá er metraverðið 68.500 kr. Með því að halda áfram á þeirri braut að gera nýja stíga á því verði, þá má fá 2.490 metra af stígum í viðbót.

Þannig væri möguleg stígagerð 2016 ekki 3.400 metrar með Grensásvegi inni, eins og meirihlutinn er að reyna að keyra í gegn, heldur 5.190 metrar.  Munar nú um minna......

Ólafur Guðmundsson.

Ólafur Guðmundsson (IP-tala skráð) 17.1.2016 kl. 15:03

10 Smámynd: Ólafur Unnarson

Sem atvinnubílstjóri á bæði stórum og litlum bílum hefur Grensásvegurinn ekki verið nein hindrun og ekki finnst mér það í nokkur mun í að fara henda  170 milj í óþarfa,þessir aðilar ættu frekar að hugsa um hjúkrunarheimilinn fyrst og fremst og annað td vegina hér í bænum ,við þurfum ekki fleiri hjólastíga,þeir sem eru á hjólunum nota oftast bara göturnar og komast þar af leiðandi miklu hraðar.

Ólafur Unnarson, 18.1.2016 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Kristinn Guðmundsson

Höfundur

Ólafur Kristinn Guðmundsson
Ólafur Kristinn Guðmundsson
Alþjóðlegur dómari í akstursíþróttum og umferðaröryggisgúrú.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...oli
  • PICT0376 edited

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband