8.4.2016 | 20:52
Sést á þessum myndum hversu vitlaust þetta er.....
Eins og þarna sannast, þá er þetta algjör eyðilegging á þessari götu. Ef hægfara rúta eða annar stór bíll er að paufast þarna, þá komast sjúkrabílar ekki í áfram. Gatan orðin þröng. Auk þess er þetta ein helsta almannavarnargata Reykjavíkur, bæði vegna spítalans og tengingar milli tveggja stórra opinna svæða.
Til að toppa þetta, þá verða gatnamótin við Bústaðaveg eyðilögð í leiðinni, með því að taka beygjuvasana af og þarmeð verður aukin slysahætta.
170 milljónum sóað í þetta, sem endar eins og alltaf í yfir 200 milljónum á tímum þegar Reykjavíkurborg er á hausnum og getur ekki einusinni þrifið húsagötur íbúa, hvað þá malbikað.
Hafi menn skömm fyrir. Það var reynt að koma vitinu fyrir menn, en það gekk ekki, enda varla von á.
Ólafur Guðmundsson
Framkvæmdir við Grensásveg hafnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ólafur Kristinn Guðmundsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þegar búið verður að bola Kretínunum frá völdum í næstu borgarstjórnarkosningum, þá verður Grensásvegur væntanlega breikkaður aftur. Og vonandi Borgartúnið líka, sem er ein af örfáum umferðargötum í heiminum með hjólreiðarstígum beggja megin þar sem aldrei sést neinn á reiðhjóli. En það er jú bara aukaatriði fyrir Kretínana.
Aztec, 8.4.2016 kl. 22:50
Fólk hefur verið sent í lyfjapróf af minna tilefni en þessu Grensásvegsrugli. Þessi framkvæmd er þvílíkt heimska, að engu tali tekur. Aðeins veruleikafyrrtu fólki dettur í hug að setja þetta í forgang, fram yfir viðhald og viðgerðir á götum borgarinnar.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 9.4.2016 kl. 00:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.