Froðusnakk Dags B. Eggertssonar og co.

Manni flökrar við að horfa á þessar skýjaborgir borgarstjóra enn og aftur.  Hér er enn og aftur verið að vaða yfir Grafarvogsbúa og algjörlega án samráðs með hugmyndir sem umbylta þessu frábæra hverfi, sem ég hef búið í síðustu 25 ár.  Þetta hverfi var frábærlega skipulagt frá upphafi, en nú áð að umturna því sem er ein af djásnum hverfisins, ÚTSÝNINU YFIR SUNDIN.

Dagur dásamar hér nokkurskonar "Manhattan" í þröngu steinsteypu hlassi með 20 hæða turni í hverfi sem er lágbyggt frá upphafi með útsýni til Viðeyjar, Snæfellsjökuls og Faxaflóa, svo ekki sé minnst á Esju og Akrafall.  Nú á að taka það af þeim sem byggðu í Rimahverfi og treystu því skipulagi sem um þetta svæði gilti, sem var hugsanleg byggð, sem ekki yrði hærri en þau hús Áburðarverksmiðjunar sem nú eru.  Nei, tvöfalda hæðina svo ekki sé talað um þéttleikann. 

Og hvað með umferðarmálin.  Allt stopp yfir Gullinbrú eins og staðan er í dag.  Ekki orð um það hvernig umferð í þetta draumasvæði Dags og co. á að virka.  Borgarlínudraumarnir liggja ekki þarna nálægt.  Sundabraut horfin og götur sjást ekki á þessari "Eyju" borgarstjóra, hvorki að eða frá.

Til að kóróna ruglið, eru öll húsin sem nú eru við Viðarrima og Smárarima horfin og blokkir komnar í staðin, þar á meðal mitt hús.  Enginn frá Reykjavíkurborg hefur reynt að semja við mig um kaup eða eignarnám á mínu heimili.

Allt ber þetta keim af örvæntingarfullum tálsýnum til að tryggja sér áframhaldandi völd í Reykjavíkurborg, byggt á froðu....


mbl.is Þúsund íbúðir og ylströnd á Gufunesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það er til lausn á þessu, hentar kannski ekki en er lausn samt sem áður og það er að flytja. Hin lausnin, sem kostar ekki flutning, er að kjósa Dag út.

Sindri Karl Sigurðsson, 14.10.2017 kl. 01:15

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þetta er allt í anda forvera núverandi borgarstjóra. "Eitthvað fyrir róna og ísbjörn í Húsdýragarðinn" hljómar nánast gáfulega, miðað bið þessa endemis þvælu borgarstjórans. Kæmi svosem ekki á óvart að þetta yrði sett í forgang hjá þessum bjálfum, sem ég vil leyfa mér að kalla svo. Allsstaðar virðist eiga að girða fyrir útsýni í borginni, með því að reysa fuglabjörg, úr gleri og stáli, meðfram ströndinni. Nægir þar að nefna Skuggahverfið og nú síðast viðbjóðinn, sem er í byggingu við Tryggvagötu og Hafnarstræti. Þar er búið að byrgja sýn, bæði til og frá höfninni, með einhverjum lágkúrulegasta arkitektúr sem til er. Steingelt kassadrasl úr steypu og gleri. Gjörsamlega "karakterslaust" rusl og arkitektunum til ævarandi skammar og niðurlægingar. Held ég hætti núna, áður en blóðþrýstingurinn fer alveg með mig. Að hlusta á ruglhausinn þvaðra síðan um þúsundir íbúða, annað hvort sem hugmynd, eða lengra komnar, undirstrikar fíflaganginn svo, að liggur við að maður þarfnist áfallahjálpar, eftir að hafa á hlustað.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 14.10.2017 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Kristinn Guðmundsson

Höfundur

Ólafur Kristinn Guðmundsson
Ólafur Kristinn Guðmundsson
Alþjóðlegur dómari í akstursíþróttum og umferðaröryggisgúrú.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...oli
  • PICT0376 edited

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband