Lærum af mistökunum frá í fyrra.

Það er mjög mikilvægt að hreinsa sem allra mest af snjó sem fyrst, þannig að hann nái ekki að troðast og hlaðast upp í klaka.

Fyrir jólin í fyrra gerðu menn það ekki, þrátt fyrir ábendingar þar um.  Það gerði það að verkum að í húsagötum mynduðust miklir klakabúnkar.  Þegar síðan fór að hlána smávegis, mynduðust mjög djúpar rásir og holur, sem gerðu það að verkum að sorphreinsunarbílar komust ekki um, erfitt var að draga tunnur og skemmdir urðu á ökutækjum í stórum stíl.

Í mínu hverfi gátum menn gengið að því á árum áður, að húsagötur væru mokaðar á öðrum eða þriðja degi.  Undanfarin ár má maður þakka fyrir slíkan lúxus í annarri eða þriðju viku eftir fannfergi.

Því ættu menn að læra af mistökunum frá í fyrra og hreinsa sem allra mest sem allra fyrst.  Annars kemur það starfsmönnum borgarinnar og borgarbúum í koll með tilheyrandi tjónum og leiðindum.

Moka strax......

Ólafur Guðmundsson.

 

 


mbl.is Snjóruðningur gengur vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, hver er ríkur....

Hvað er ríkidæmi þeirra sem Katrín Jakobsdóttir fabúlerar um hér.

Síðast þegar ég vissi, var hún launahæsti alþingismaðurinn með margfaldar tekjur á við það sem hún hér er að óskapast yfir. Allskonar bitlingar, þingmannalaun og aðrar tekjur sem að sér var sópað.

Væri ekki rétt að menn litu í eigin barm og gæfu eitthvað af sér áður en aðrir eru gagnrýndir....

Ólafur Guðmundsson.


mbl.is Forgangsraða í þágu hinna ríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slys sem hægt er að koma í veg fyrir.....

Slys af þessum toga er búið að liggja í loftinu í langan tíma. Reyndar hefur það gerst áður að bílar hafi farið í gegnum þessa girðingu og yfir á öfugan vegarhelming á þessari umferðarmestu götu landsins.

Því er ranglega haldið fram í frétt á Vísi.is, að þetta sé vegrið. Þetta er girðing sem er ætluð til að vernda gróður og gangstíga, en stórhættuleg við umferðaræðar. Teinarnir í henni breytast í spjót og hafa stungist í gegnum bíla og fólk með hörmulegum afleiðingum.

Vegagerðin hefur verið í aðdáunarverðu átaki undanfarin ár hér á höfuðborgarsvæðinu við að setja alvöru vegrið á milli akrei
na á stóru umferðaræðunum. Þetta byrjaði á Hringbraut við Rauðarárstíg fyrir nokkrum árum en mætti mikilli andstöðu Reykjavíkurborgar, sem vildi ekki sjá ljót vegrið, heldur lækka bara hraðan.

Sem betur fer hélt Vegagerðin sínu striki og er langt komin með að ljúka þessu þarfa verki. Búið er að setja vegrið á Kringlumýrarbraut, Hafnarfjarðarveg, Reykjanesbraut frá Ikea að Miklubraut, Ártúnsbrekku, Vesturlandsveg, svo nokkuð sé nefnt.

Mest af þessu er þó utan Reykjavíkur. Eftir standa þó stóru æðarnar í Reykjavík, sem eru Miklabraut, Sæbraut og Kringlumýrarbraut innan Reykjavíkur. Ég hvet Vegagerðina að halda sínu striki þrátt fyrir andstöðu núverandi meirihluta í Reykjavík og ljúka þessu verki sem allra fyrst.

Þar með væri hægt að klippa á borða og halda upp á að allar stofnbrautir á höfuðborgarsvæðinu þar sem leyfður hraði er meira en 60 og umferð mikill, væru komnar með alvöru miðjuskiptingu. Þar með væri þeim stóra áfanga náð að allir 2+2 vegir og meira væru komnir með aðgreiningu á gagnstæðum akstri. Umferðaröryggi myndi þar með aukast til muna og svona slys eins og varð í dag heyra sögunni til.

 

Ólafur Guðmundsson.


mbl.is Bílslys á Miklubraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svar til Helga Hjörvar...

Það er allveg ljóst að svarið við þessu er NEI eins og staðan er nú.  Umferðarlögin á Íslandi eru að grunni til frá 1987, þegar nánast ekkert í bílum var tölvuvætt.  Allt gengur út á ökumanninn og ábyrgð hans.

Ég hef verið á nokkrum fundum og ráðstefnum erlenis um þetta efni, nú síðast á FIA Mobility Conference Week í London, þar sem nánast allt snérist um þessa nýju tækni, hraðan í þróuninni sem eykst og eykst, ásamt því sem þarf að gera.  Þarna voru um 300 manns, frá 80 löndum að ræða þetta efni, þar með Bandaríkin, Evrópa, Kína, Ástralía, o.s.frv.  Ofboðslega mikið í gangi, en því miður ekkert á Íslandi.

Fyrir 2 árum voru skilaboðin eftir slíka ráðstefnu, að allir fulltrúar færu heim og myndu vekja ráðuneyti, ríkistjórnir og aðra sem málið varðar.  Ég reyndi það, fór á fundi, hélt kynningar og svo síðan vakningarfund í október í fyrra ásamt Bílgreinasambandinu og Innanríkisráðuneytinu, þar sem bjöllum var hringt.  

Síðan þá hefur ekkert gerst, annað en að ég hef komið í nokkur viðtöl, örfáar greinar hafa birst um það sem er að gerast erlendis og þar með er upptalið.  Ég var á ráðstefnunni í London og er enn að melta allt sem ég sá og lærð, ásamt því að renna yfir öll gögnin sem ég fékk.  Ef einhver vill vita meira, þá bara hafa samband.

Kveðja.

Ólafur Kr. Guðmundsson.

Tæknistjóri EuroRAP á Íslandi.

olafurkr@centrum.is

 


mbl.is Eru sjálfkeyrandi bílar löglegir á Íslandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofstækið í Reykjavík

Ég hef komið á fjölda viðburða erlendis þar sem svona bílastæðavandamál þekkjast ekki.  Þar má nefna tónleika, útihátíðir, íþróttaviðburði eins og maraþon og Formulu 1.  Allstaðar eru bílastæðamál leyst og ekki þarf að sekta almenna borgara sem eru bara að koma til að njóta þess sem uppá er boðið. 

Þegar stórviðburðir eru skipulagðir, er partur af skipulagningunni að gera gestum kleyft að mæta á þann hátt sem þeir kjósa.  Það heitir ferðafrelsi einstaklingsins, nokkuð sem ekki er í hávegum haft í Reykjavík, hvort sem er á menningarnótt, eða viðburðum í Laugardal.  Opin svæði eins og tún, flatir melar og aðrir þeir staðir sem má leggja bílum á eru notaðir í slíkum tilfellum, þó svo að almennt sé það bannað.  Ég hef margoft lagt "löglega" á slíkum svæðum erlendis, en í Reykjavík er maður einfaldlega hættur að mæta, þar sem einungis þeir sem nota samgöngumáta þóknanlegum kenjum yfirvalda.

Í Reykjavík voru skilaboðin í gær:  "Taktu strætó og skildu bílinn eftir heima"  Annars ertu ekki velkominn.  Jú, þeir sem eiga heima í 101 gátu komið gangandi, en þeim var ekki leyfilegt að kjósa að fara annað á bílum sínum, nema að eiga hættu á að vera sektaðir fyrir að brjóta lokunarbann Reykjavíkurborgar.

Með þessu var fjöldi bílastæða tekinn úr notkun og þeir sem áttu bíla innan þessa lokunarhrings hnepptir í fjötra.  Síðan var sendur út her manna til að skrifa sektarmiða í stað þess að setja upp bráðabirgðastæði og leiðbeina fólki til að leggja löglega.

Hér er að koma betur og betur í ljós það ofstæki sem er í gangi gagnvart tilteknum löglegum ferðamáta fólks, sem kýs að vera ekki í því formi sem þóknast þeim sem vilja kúga fram viðhorf og lífstíl sem þeim eru þóknanleg.

Ólafur Guðmundsson.


mbl.is Sektaðir fyrir að leggja hjá BSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá hljóta veghaldarar að vera ábyrgir!!!

Miðað við fyrri yfirlýsingar, þá hljóta Vegagerðin og aðrir veghaldara að vera ábyrgir fyrir þeim tjónum sem koma til með að verða af þeim vegköflum sem menn vita að eru ekki í lagi eftir sumarið.  Það er allavega í samhengi við fyrri yfirlýsingar.

Það væri því mjög gott fyrir næsta vetur að fá kort yfir þá kafla sem ekki voru lagfærðir, bæði frá Vegagerðinni og þeim sveitarfélögum, þar sem slíkt hefur ekki verið lagfært eftir reynslu síðasta vetrar.

Þar með þyrftu bíleigendur ekki að þurfa að sækja rétt sinn fyrir dómstólum eins og á þessu ári, þar sem tilkynningar á holum voru notaðar til þess að undanskilja sig ábyrgð.

Ólafur Guðmundsson.

Tæknistjóri EuroRAP á Íslandi.

 


mbl.is Hræðist nokkra vegkafla í vetur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins gott að Vaðlaheiðargöng eru ekki tilbúin....

Þetta er enn ein áminningin um þá hættu sem skapast ef kviknar í bílum, hvað þá rútum í jarðgöngum.  Því miður eru íslendingar mjög illa í stakk búnir til að glíma við slíkt.

Nú gerðist þetta á víðavangi í Víkurskarði og því miklu meiri líkur á að allir komist klakklaust frá borði og í öruggt skjól.  Hættan þegar svona gerist í jarðgöngum er margföld og sem betur fer hefur það ekki gerst, en hættan er klárlega fyrir hendi og því bara tímaspursmál hvenær slíkt á sér stað.

Þetta er áminning sem menn ættu að taka mark á.  Staðan á öryggismálum í jarðgöngum á Íslandi er langt frá því að vera viðunandi og í samræmi við það sem gengur og gerist erlendis.

Ólafur Guðmundsson.


mbl.is Kviknaði í rútu í Víkurskarði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afrekalisti Össurar.....

Já, það hljóta að vera mikil sannindi og viska þegar Össur og Þráinn leggja í eitt og komast að sömu niðurstöðu, eða hitt þó heldur.

Það væri gaman að fá afrekalista Össurar í þessum málaflokki til samanburðiar við það sem Ragnheiður Elín hefur þó reynt að gera. Næg tækifæri hafði hann og fleiri ár en Ragnheiður Elín, en nýtti þau ekki. Hefði ekki átt að vera mikið mál fyrir hann, enda hafði hann Þráinn Bertelson með sér að hluta til.

Ólafur Guðmundsson


mbl.is Vandinn „hegðunarvandamál Ragnheiðar Elínar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skelfing hljómar þetta íslenskt.

Maður gæti haldið að þessi flugvöllur hafi verið byggður á sömu forsendum og Vaðlaheiðargöng.  Hljómar allavega þannig.....

Voandi sjá Dagur B. Eggertsson og co. að sér, áður en Hvassahraunsflugvöllur fer sömu leið.  Þar er meiningin að byggja 1 stk. flugvöll með öllu fyrir nokkra tugi milljarða, sem ekki eru til, fyrir utan að vera stórlega vanáætlað.  

Þetta ævintýri á Spáni kostaði 1 milljarð Evra, sem eru um 148 milljarðar íslenskra króna.

 

Ólafur Guðmundsson.

 


mbl.is Draugaflugvöllur seldur á 1,5 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þekktur ómerktur staður....

Hvað þarf eiginlega margar svona uppákomur til að menn merki þennan stað og vara við hættunni.  Þessi staður í Öræfasveitinni er einn sá versti við hringveginn,ásam Kjalarnesi, Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum.

Ég hef séð nokkur hjólhýsi og húsbíla í tætlum þarna milli Hofs og Svínafells, auk þess að þarna varð banaslys vegna sviftivinda fyrir nokkrum árum.

Þrátt fyrir ábendingar eru engar merkingar til að vara við þessari hættu.  Þá væri mjög lítið mál að setja upp mælitæki þarna og síðan upplýsingaskilti við Freysnes og Fagurhólsmýri til að gefa ferðamönnum upplýsingar um vindafar á þessum hættulega kafla.

Væri ekki ráð að breggðast við þessu núna, áður en fleiri þurfa að upplifa skelfingar vegna íslensks veðurfars þessum þekkta stað.  Þetta var örugglega ekki ánægjuleg uppákoma í fríinu á Íslandi, nokkuð sem við eigum ekki að bjóða gestum okkar uppá.


mbl.is Vindur tætti í sig húsbíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ólafur Kristinn Guðmundsson

Höfundur

Ólafur Kristinn Guðmundsson
Ólafur Kristinn Guðmundsson
Alþjóðlegur dómari í akstursíþróttum og umferðaröryggisgúrú.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...oli
  • PICT0376 edited

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband