Kostnaðurinn dropi í hafið...

Vissulega er kostnaður við þessar fádæma breytingar á Hofsvallagötu hár og utan alls velsæmis.  Eins og réttilega hefur berið bennt á, forðast allir pólitíkusarnir að bera ábyrgð á honum og reyna að smyrja þessu á embættismennina.

Þetta er samt ekkert miðað við sóunina sem verið er að gera á öðrum stöðum í borginni, eins og Snorrabraut, Borgartúni og Hverfisgötu, svo  ekki sé talað um þá endemis vitleysu sem verið er að sturta peningum ríkis og borgar í við Elliðaárósa, þ.e. hjólabrýrnar yfir Geirsnef.  Kostnaðurinn þar er áætlaður 230 milljónir króna í 385 metra langan hjólastíg, með pýramidum sem hafa ekkert með burðarvirki að gera á 30 metra löngum brúm.  Þetta er einungis arkitektaflipp.

Ef maður setur þetta í samhengi, þá kostar hver meter af þessum hjólastíg 597 þúsund, sem er meira en hver meter af tvöföldun Reykjanesbrautar með mislægum gatnamótum og öllu.  Hver kílómeter myndi því kosta  meira en hálfan miljarð.  Síðan eru menn farnir að láta sig dreyma um hjólabrú yfir Fossvog fyrir enn hærri fjárhæð, eða yfir 1000 milljónir, bara til að leika sér....

Það er eins og sumir séu ekki búinir að uppgötva, að það varð hér hrun 2008 og menn verða að hætta svona sóun og rugli.

 

Ólafur Guðmundsson.


mbl.is Breytingar á Hofsvallagötu dýrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ellert Júlíusson

Það er magnað hvað er verið að smyrja undir spandexklæddu hjólatöffara...sem að lokum þvælast hvort sem er bara fyrir í umferðinni.

Ellert Júlíusson, 5.9.2013 kl. 09:39

2 identicon

Verður ekki að horfa á heildarmyndina áður en framkvæmd er dæmd sem sóun og rugl? Hjólreiðar spara þjóðarbúinu talsverðar fjárhæðir í formi minni innflutnings á olíu.

Og Ellert Júlíusson. Ef hjólreiðastígum er smurt undir spandexklæddu hjólatöffarana þá eru þeir ekki lengur fyrir í umferðinni.

Að lokum vil ég hvetja ykkur báða til að hugsa röksemdafærslur ykkar til enda.

Ragnar Þórisson (IP-tala skráð) 5.9.2013 kl. 10:16

3 identicon

Þarna er ég þér alveg sammála, nema hvað snertir Snorrabraut.

Á Snorrabraut hafa orðið 2 banaslys. Bæði vegna hraðaaksturs.

Hraðinn á Snorrabraut var allt of mikill og þarna varð að hægja á.

Hvort þetta var besta lausnin legg ég ekki mat á.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 5.9.2013 kl. 10:21

4 identicon

Sæll Birgir.

Hraðinn á Snorrabraut og bílaumferðin var ekki aðalorsök þessara tveggja banaslysa sem þú vitnar til, þó svo að yfirvöld hafi notað þau rök sem skálkaskjól fyrir breytingunum.  Ég hef farið yfir slysamál þessarar götu og staðreyndin er sú, að í öðru tilfellinu fór gangandi vegfarandi í gegnum op á miðgirðingu þar sem ekki var gangbraut á móts við Austurbæjarbíó.  Niðurstaða rannsóknarnefndar umferðarslysa í því tilfelli var að Reykjavíkurborg hafi ekki séð til þess að mannvirkið væri í lagi.  Í kjölfarið voru sett þarna gangbrautarljós.

Í seinna tilfellinu fór hinn gangandi yfir á móti rauðu ljósi og ekki var um að ræða gáleysi eða mistök ökumannsins sem varð fyrir þessari skelfilegu reynslu að aka á gangandi mann.  Þar var líka um að kenna því, að bílar sem stóðu í bílastæðum skyggðu á, sem og bíll á hinni akreininni.  Þetta kom einnig fram í rannsókn RNU á því máli.

Bæði þessi tilfelli eru sönnun þess, að aðbúnaður og merkingar er það sem skiptir máli.  Öll Snorrabrautin er því marki brennd, að engar sebrabrautir eru þar, gangbrautarskilti, eða annað það sem gefur bæði akandi og gangandi til kynna hvernig menn eiga að bera sig að.  

Þær framkvæmdir sem á Snorrabraut voru gerðar eru ekki til þess fallnar að auka öryggi, heldur þvert á móti, enda taka þær ekki á grunn vandanum þar, sem eru merkingar götunnar, nokkuð sem verulega skortir á í Reykjavík.

Með bestu kveðjum.

Ólafur Guðmundsson.

Ólafur Guðmundsson (IP-tala skráð) 5.9.2013 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Kristinn Guðmundsson

Höfundur

Ólafur Kristinn Guðmundsson
Ólafur Kristinn Guðmundsson
Alþjóðlegur dómari í akstursíþróttum og umferðaröryggisgúrú.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...oli
  • PICT0376 edited

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband