6.3.2014 | 10:07
Hvað með umferðarmálin?
Menn ætla að gera sömu mistökin enn og aftur sýnist mér. Ekki orð um hvernig umferðarmálin á þessu svæði eiga að ganga fyrir sig. Gatnakerfið við og kringum þessi áform virðist óbreytt, en það er sprungið nú þegar, þó ekki sé nema vegna Háskólans í Reykjavík og umferð í Nauthólsvík.
Það eru engin áform um breytingar á gatnakerfinu í tengslum við þessi áform og enn á eftir að sjá hvaða áhrif hugsanlegur nýr Landsspítali hefur á umferðarkerfi svæðisins. Sama á við um hugsanlega aukningu á umferð vegna meiri umfanga hjá Val með nýu knattspyrnuhúsi.
Áður en lengra er haldið verður að leysa umferðarmálin á vitrænan og faglegan hátt. Til þess þarf að gera alvöru umferðarmódel af svæðinu, nokkuð sem á að vera forsenda fyrir áformum af þessu tagi.
Lærum af fyrri glappaskotum í umferðarmálum Reykjavíkur og hugum að þessu áður en vandræðin skapast, sem þá verður erfitt og dýrt að leysa. Nóg er af umferðarvandræðum og slysum á þessu svæði við Bústaðaveg, Flugvallarveg, Hringbraut, Miklubraut og Hlíðarnar.
Ólafur Guðmundsson.
Mun gjörbreyta fjárhag Vals | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ólafur Kristinn Guðmundsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið rétt
Það virðist enginn hugsa lengra en rétt fyrir framan tærnar á sér ef það nær svo langt.
að gera nýjan landspítala, byggja upp í Vatnsmýrinni (miðað við ef flugvöllurinn fer) og svo hlíðarendasvæðið núna...
en umferðarmálin eru alltaf í rugli
Arnar Bergur Guðjónsson, 6.3.2014 kl. 13:00
rétt
Jón Snæbjörnsson, 6.3.2014 kl. 16:57
Núverandi meirihluti í Reykjavík telur að leysa megi alla umferðahnúta með færri bílastæðum, þrengri götum og hraðahindrunum á minnst 100 m fresti.
Fólk skal nota reiðhjól og almenningssamgöngur að suður evrópskri fyrirmynd
Grímur (IP-tala skráð) 6.3.2014 kl. 17:41
Sælir,
Ég leiddi hugan einmitt að því sama. Eftir að Háskólinn í Reykjavík kom þá hefur umferðarteppan á morgnanna á þessu svæði aukist gríðalega.
Mér sýnist þessi "þétting byggða" - hugarfar hjá núverandi borgaryfirvöldum vera afar vanhugsað dæmi þegar kemur að umferðarmálunum. Svörin sem borgarbúar fá eru alltaf á sömu leið "það eiga bara allir að vera á hjóli og taka strætó".
Það er bara því miður þannig að það eru ekki allir sem geta það. Sumir þurfa að ferðast um bæinn yfir daginn vegna sinnar vinnu og strætókerfið bíður ekki uppá tíðar ferðir yfir daginn nema að það taki langan tíma. Þetta viðurkenndi fyrirlesari á vegum strætó í fyrirlestri sem ég sótti í Verkefnastjórnun hjá Viðskiptafræðideildinni.
Við höfum því miður ekki, vegna smæðar okkar, efni á betra strætókerfi því þarf að huga sérstaklega að skipulagsmálum þegar kemur að umferðinni.
Mér finnst þessar hugmyndir sem koma þarna fram í fréttinni vera glórulausar og lykta af fyrirgreiðslupólitík og sýndarmennsku.
Með góðum kveðjum,
Valur Arnarson, 6.3.2014 kl. 17:58
Hvað með flugvöllinn? Púa á Val.!
Hörður Einarsson, 6.3.2014 kl. 20:19
Af hverju ætli fréttamenn spyrji aldrei þeirra spurninga sem allir aðrir spyrja ?
Eitt mesta klúður núverandi borgarmeirihluta eru umferðarmál.
Gaman væri að Dagur yrði krafinn svara um umferðamál þessa svæðis.
Allir þeir sem aka Hringbaut á annatímum velta fyrir sér hvað skeður þegar þúsundir í viðbót verða líka á ferðini.
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 6.3.2014 kl. 20:20
Það er nú verið að þétta byggðina um allan gamla bæinn sýnist mér.Mikil ásókn er nú í lóðir fyrir risahótelbyggingar í gamla bænum í stað þess að hanna ný hótelhverfi frá grunni.Svona íbúðarkjarni hefur sína kosti,en eins og Ólafur bendir réttilega á,þá er umferðin í eldri hlutum bæjarinns nú þegar stór vandamál.
Sigurdur V.Gudjonsson (IP-tala skráð) 7.3.2014 kl. 03:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.