Borgarhönnuðurinn segir allt sem segja þarf....

Fækkun á bílastæðum úr 86 í 36 við götuna gerir bara það að verkum að þeim sem eiga skammtíma erindi er gefið langt nef og vísað í burt.  Nógu slæmt var þetta fyrir.

Umferðarmagnið í Borgartúni var þegar komið upp fyrir þau mörk sem 1+1 gata þolir miðað við þann lága hraða og takmarkaða afkastagetu vegna innkeyrslna var fyrir.   Á þjóðvegum með 90 km. hámarkshraða og fulla afkastagetu er talið nauðsynlegt að uppfæra í 2+1 þegar umferðarmagnið er komið í 15.000 bíla á sólahring.  Borgartúnið er með 17.000 skv. upplýsingum borgarhannaðarins og því löngu sprungið fyrir þrengingarnar og núverandi "úrbætur" með ljósastaurum sem snúa öfugt.

Markmiðið er því greinilega að þröngva umferð þeirra borgarbúa sem eiga erindi eða stunda vinnu við Borgartún í burtu.  Hver ástæðan er, kemur ekki fram og er til efs að nokkur vitið það.  Meira að segja Strætó er notaður sem hindrun í götunni fyrir umferð miklu fleiri notenda, eins og tölurnar sýna.

Hér er einver óskylgreind "fegurð" látin ráða för, sem rekin ef af fordómum, forræðishyggju og hatri á þeim sem nota fjölskyldubílinn sem samgöngumáta.  Árangurinn er einungis sá, að menn leita annað, hvort sem er í göturnar í kring, nú eða bara í nágranasveitarfélögin, þar sem atvinnustarfsemi er velkomin. 


mbl.is Dropa úr hafinu breytt í hjólastíga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Um áratuga skeið hafa borgaryfirvöld greitt götu einkabílsins fram úr öllu hófi og nú er orðið tímabært að hægja á þessu skriði. Helst stöðva það.

Það hvernig einkabíllinn er svo notaður í óþarfa snatt, þar sem langoftast er aðeins einn í hverjum bíl, er vægast sagt ógeðfellt, umhverfisspillandi, plássfrekt, hugsunarlaust og dýrt.

Jón (IP-tala skráð) 1.4.2014 kl. 22:19

2 identicon

Með öðrum orðum Jón.  Fólk á sem sagt ekki að hafa val um það hvaða samgöngumáta það notar.  Pólitíkusar eiga að ákveða það.  

 Þú gætir því etv. fengið "kommisara" starf, við að ákveða fyrir fólk hvenær ferðir þeirra eru óþarfa "snatt" og hversu margir mega vera í hverjum bíl þegar svoleiðis ferðalag er farið.  Ég vona að það verði aldrei.  Svoleiðis socialismi fyrirfinnst ekki einu sinni í Norður Kóreu, þó nánast all líf fólks í því landi er í kúgun sem nálgast það sem þú vilt innleiða hér á Íslandi.

Ólafur Kr. Guðmundsson (IP-tala skráð) 4.4.2014 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Kristinn Guðmundsson

Höfundur

Ólafur Kristinn Guðmundsson
Ólafur Kristinn Guðmundsson
Alþjóðlegur dómari í akstursíþróttum og umferðaröryggisgúrú.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...oli
  • PICT0376 edited

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband