Hér er yfirgangi núverandi meirihluta rétt lýst....

Enn og aftur sannast virðingarleysi, yfirgangur og frekja núverandi meirihluta í Reykjavík.  Afar umdeildri og óþarfri framkvæmd er nauðgað í gegn á fölskum forsendum.  Íbúafundur fyrir tæpri viku um málið fótum troðinn og því sem þar var lofað kastað á hauganna.

Í gær var þessu máli smyglað í gegnum umhverfis og skipulagsráð, án þess að menn vissu að þetta væri svo mikið sem á dagskrá. Þetta kom öllum í opna skjöldu, nema þá kanski fulltrúum meirihlutans sem framkvæmdu glæpinn, enda það greinilega tilgangurinn.

Þetta var gert með því að lauma þessu inn undir liðnum "Göngu og hjólastígar, framkvæmdaáætlun", Mál nr. US150040.  Engin gögn voru lögð fram undir þessum lið.  Það kemur síðan í ljós, að framkvæmdir við Grensásveg og Háaleitisbraut upp á rúmar 200 milljónir eru þar á lista yfir það sem á að gera á þessu ári.  Þetta er samþykkt þrátt fyrir hörð mótmæli minnihlutans, Sjálfstæðismanna ásamt Framsókn og flugvallarvinum.

Málefni Grensásvegar sem var efnið á nefndum íbúafundi eru aftur á móti mál nr. US140180 í gögnum borgarinnar og það er það sem var kynnt á fyrir íbúumen ekki einhver göngu og hjólreiðaáætlun.  Sagt á fundinum af Hjálmari Sveinssyni að væru einungis hugmyndir í vinnslu, væri ekki á neinni hraðferð og nægur tími fyrir íbúa að skoða málið.  Fundarmönnum meira að segja bennt á að senda athugasemdir í tölvupósti og það yrði allt skoðað.  

Þetta mál US140180 er því ennþá opið í gögnum borgarinnar, var ekki á dagskrá í gær og því óafgreitt.  Hvort skyldi þá vera bindandi og löglegt???  Í mínum huga heitir þetta "GRÓF FÖLSUN"

Það er því með ólýkindum hversu ófyrirleitin blekkingarleikur er hér á ferðinni, svo ekki sé minnst á virðingarleysið fyrir íbúum, hagsmunaaðilum, borgarbúum og lýðræðinu.

Maður er því ekki hissa á því að Jón Gnarr fyrrverandi samstarfsmaður núverendi meirihluta skuli hafa hætt við að bjóða sig fram til forseta í grein um daginn, þar sem hann lýsir því að nenna ekki að halda áfram í stjórnmálum vegna þess sem hann hefur lært í pólitík af félögum sínum á síðasta kjörtímabili.  

Núna skilur maður þá ákvörðun enn betur.....


mbl.is Samþykktu að þrengja Grensásveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Kristinn Guðmundsson

Höfundur

Ólafur Kristinn Guðmundsson
Ólafur Kristinn Guðmundsson
Alþjóðlegur dómari í akstursíþróttum og umferðaröryggisgúrú.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...oli
  • PICT0376 edited

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband