Enn og aftur gengið framhjá óskum íbúa....

Núverandi meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur eru afar mislagðar hendur í sambandi við umferðarmál.  Það sanna afrek eins og Hofsvallagata, Snorrabraut, Borgartún og Grensásvegur.

Enn er bætt í og nú er það Gnoðarvogur.  Nú á að færa aðkomuna að leikskólanum Steinahlíð af Suðurlandsbraut, þar sem hún hefur verið í áratugi og gegnum íbúagöturnar Gnoðarvog og Eikjuvog.  Með því verður mjög aukin bílaumferð flutt inn í íbúðahverfi, í stað þess að halda henni á breiðri umferðargötu með mjög lítilli umferð hjólandi og gangandi, sem og akandi.

Eins og í öllum misheppnuðu afrekunum sem að framan eru nefnd, er ástæðan sögð "minnka slysa­hættu á vin­sælli hjóla- og göngu­leið".  Staðreyndin er sú, að þessi hjólaleið er ný af nálinni frá síðasta kjörtímabil og það er því hönnun og skipulag hennar sem er vandamálið, en ekki rótgróið íbúðahverfið við Gnoðarvog og Eikjuvog.

Þegar slys á þessu svæði eru skoðuð frá 2007 til síðustu áramóta, kemur í ljós að tvö slys á óvörðum vegfarendum hafa átt sér stað, bæði árið 2014, eftir að umræddur hjólastígur kom.  Bæði slysin voru skráð með litlum meiðslum.

Annað slysið var á umræddum stíg, þar sem ekið var á hjólandi við innkeyrsluna að Steinahlíð, en hún er mjög blind vegna gróðurs og stígurinn er þétt við hann.  Það má auðveldlega leysa með því að klippa og snyrta gróðurin, setja upp spegla, eða annan varnarbúnað eins og viðvörunarljós.

Hitt slysið varð þar sem 8 ára barn á hjóli lennti í árekstri við fólksbíl.  Það slys varð nefnilega í Gnoðarvogi, þar sem nú á að auka bílaumferð, gangi hugmyndir meirihlutans eftir.  Staðan er því 50/50.

Það er óskandi að hlustað verði á íbúana og aðra í þessu máli, nokkuð sem maður er frekar svartsýnn á, miðað við það sem á undan er gengið á afrekalistanum....

 


mbl.is „Við bara skiljum þetta ekki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Einfaldast, og líklega ódýrast, væri að setja "hraðahindrun" á hjólastíginn þannig að hjólreiðamenn þyrftu að hægja vel á sér og fara í gegnum hárnálabeygju/s-beygju, áður en komið er að innkeyrslunni. En auðvitað má ekki tefja för hjólreiðamanna um höfuðborgarsvæðið.

Svo má ekki gleyma því að þarna er líka fyrirhugað að byggja mosku, handan Suðurlandsbrautar. Spilar það hér inní?

Erlingur Alfreð Jónsson, 30.3.2015 kl. 23:03

2 identicon

Ef ég man rétt var þessi hjólabraut þarna áður en lokað var fyrir umferð inn á Suðurlandsbraut frá Sæbraut (ca 20 ár síðan) þannig það er algjör þvæla að þessi hjólaleið sé "ný af nálinni" eins og þú segir þó hún hafi vissulega fengið viðhald á síðasta kjörtímabili.

HB (IP-tala skráð) 31.3.2015 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Kristinn Guðmundsson

Höfundur

Ólafur Kristinn Guðmundsson
Ólafur Kristinn Guðmundsson
Alþjóðlegur dómari í akstursíþróttum og umferðaröryggisgúrú.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...oli
  • PICT0376 edited

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband