Þekktur ómerktur staður....

Hvað þarf eiginlega margar svona uppákomur til að menn merki þennan stað og vara við hættunni.  Þessi staður í Öræfasveitinni er einn sá versti við hringveginn,ásam Kjalarnesi, Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum.

Ég hef séð nokkur hjólhýsi og húsbíla í tætlum þarna milli Hofs og Svínafells, auk þess að þarna varð banaslys vegna sviftivinda fyrir nokkrum árum.

Þrátt fyrir ábendingar eru engar merkingar til að vara við þessari hættu.  Þá væri mjög lítið mál að setja upp mælitæki þarna og síðan upplýsingaskilti við Freysnes og Fagurhólsmýri til að gefa ferðamönnum upplýsingar um vindafar á þessum hættulega kafla.

Væri ekki ráð að breggðast við þessu núna, áður en fleiri þurfa að upplifa skelfingar vegna íslensks veðurfars þessum þekkta stað.  Þetta var örugglega ekki ánægjuleg uppákoma í fríinu á Íslandi, nokkuð sem við eigum ekki að bjóða gestum okkar uppá.


mbl.is Vindur tætti í sig húsbíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála en það var búið að vara fólk við sem yrðu á ferðinni þarna með húsbíla og aftanívagna. Spurning um að efla upplýsingagjöf til erlendra ferðamanna sem koma hingað með húsbíla.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.7.2015 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Kristinn Guðmundsson

Höfundur

Ólafur Kristinn Guðmundsson
Ólafur Kristinn Guðmundsson
Alþjóðlegur dómari í akstursíþróttum og umferðaröryggisgúrú.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...oli
  • PICT0376 edited

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband