Út með fleiri tæki.....

Það er með ólíkindum að vera vitni að þessum aumingjaskap.  20 til 30 tæki.  Er það allt sem Reykjavíkurborg hefur úr að moða til að moka snjó.  Þetta er búið að vera viðkvæðið undanfarin ár.

Einfaldast af öllu er að virkja alla þá verktaka sem eru með tæki, eins og gert var á árum áður þegar svona ástand kom upp.  Vaninn var að þegar snjóatíð kom voru allir kallaðir til og málið leyst með massífum mokstri.  Nú er bara mokað í 101 og á hjólastígum, sem er talið klára málið að mati núverandi borgarstjórnar.

Maður gekk að því sem vísu, að húsagötur í öllum hverfum væru mokaðar á degi 2 til 3.  Nú telur maður það í vikum og tæki sjást ekki eins og hér í Grafarvogi.

 


mbl.is Ruðningstæki hafa ekki undan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Segi það sama um Vesturbæinn og fleiri staði. Hér á Víðimelnum eru hálendisvegir, svo að eiginlega er varla hægt að fara hér um nema á fjórhjóladrifnum bílum. Og fullorðnu fólki er ætlað að klífa fjöll til þess að komast yfir götur eða fara inn í strætisvagna. Það er varla farandi hér um gangandi í Vestubænum. Ég var að koma innan úr Hátúni, og ég varð eiginlega að bíða eftir strætisvagninum á bílastæðinu sjálfu, því að ég treysti mér ekki til að klífa þessi fjöll, sem standa fyrir framan strætóskýlin. Það er ekkert tekið tillit til fullorðins fólks og fótafúins. Dagur og kompaní vilja, að allir noti strætó eða gangi, en hann virðist ekki gera sér grein fyrir, að það komast ekki allir um í svona miklum snjó nema á einkabílum eða leigubílum. Og þetta á að heita læknir!!!!! Hann fær vonandi að finna fyrir því síðar á ævinni, þegar hann verður sjálfur orðinn gamall og fótafúinn. Það er ekki hægt að bjóða nokkrum einasta manni upp á þetta. Það er líka svo þreytandi að ganga um eða öllu heldur vaða um í þessum snjóelg í úthverfunum. Eina skaplega svæðið að þessu leyti er í miðborginni, enda hugsar þetta lið í Ráðhúsinu um annað en næsta nágrenni við sig, og lætur sér á sama standa um úthverfin. Þetta er hræðilegt vægast sagt. Það ætti eiginlega að bjóða þennan mokstur út eins og sorphirðuna. Þá yrði kannske eitthvað vit í þessu.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2015 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Kristinn Guðmundsson

Höfundur

Ólafur Kristinn Guðmundsson
Ólafur Kristinn Guðmundsson
Alþjóðlegur dómari í akstursíþróttum og umferðaröryggisgúrú.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...oli
  • PICT0376 edited

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband