Málefnin látin víkja fyrir hatri....

Þessi umræða er með ólíkindum. Vilhjálmur Árnason hefur verið einn öflugasti þingmaður landsins þegar kemur að umferðaröryggismálum frá því að hann tók sæti á Alþingi.  Hann hefur tekið þátt í fullt af fundum og verkefnum sem snúa að þeim málaflokki. Fáir komast með tærnar þar sem hann er með hælana í því efni, sérstaklega þegar um Grindavíkurveginn er að ræða, sem er 7. slysamesti vegur landsins. Hér tala ég af reynslu....

Sama má segja um lögregluna, sem er boðin og búinn til að koma að umferðaröryggismálum fyrir hvern sem er. Þar tala ég líka af reynslu.

Lögreglan myndi örugglega gera nákvæmlega það sama fyrir hvaða stjórnmálaflokk eða stjórnmálamann sem er, þegar umferðaröryggi er annars vegar. Það er bara enginn sem hefur beðið um slíkt nema Vilhjálmur Árnason í þessari kosningabaráttu held ég....

Ólafur Kr. Guðmundsson.


mbl.is „Þetta var mjög saklaust“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Froðusnakk Dags B. Eggertssonar og co.

Manni flökrar við að horfa á þessar skýjaborgir borgarstjóra enn og aftur.  Hér er enn og aftur verið að vaða yfir Grafarvogsbúa og algjörlega án samráðs með hugmyndir sem umbylta þessu frábæra hverfi, sem ég hef búið í síðustu 25 ár.  Þetta hverfi var frábærlega skipulagt frá upphafi, en nú áð að umturna því sem er ein af djásnum hverfisins, ÚTSÝNINU YFIR SUNDIN.

Dagur dásamar hér nokkurskonar "Manhattan" í þröngu steinsteypu hlassi með 20 hæða turni í hverfi sem er lágbyggt frá upphafi með útsýni til Viðeyjar, Snæfellsjökuls og Faxaflóa, svo ekki sé minnst á Esju og Akrafall.  Nú á að taka það af þeim sem byggðu í Rimahverfi og treystu því skipulagi sem um þetta svæði gilti, sem var hugsanleg byggð, sem ekki yrði hærri en þau hús Áburðarverksmiðjunar sem nú eru.  Nei, tvöfalda hæðina svo ekki sé talað um þéttleikann. 

Og hvað með umferðarmálin.  Allt stopp yfir Gullinbrú eins og staðan er í dag.  Ekki orð um það hvernig umferð í þetta draumasvæði Dags og co. á að virka.  Borgarlínudraumarnir liggja ekki þarna nálægt.  Sundabraut horfin og götur sjást ekki á þessari "Eyju" borgarstjóra, hvorki að eða frá.

Til að kóróna ruglið, eru öll húsin sem nú eru við Viðarrima og Smárarima horfin og blokkir komnar í staðin, þar á meðal mitt hús.  Enginn frá Reykjavíkurborg hefur reynt að semja við mig um kaup eða eignarnám á mínu heimili.

Allt ber þetta keim af örvæntingarfullum tálsýnum til að tryggja sér áframhaldandi völd í Reykjavíkurborg, byggt á froðu....


mbl.is Þúsund íbúðir og ylströnd á Gufunesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með ástand farþega beltalausum í strætó....

Ef ástand farþega í ferju milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar er ástæða þess að ekki er hægt að nota þessa Akranesferju á sambærilegri siglingu.  

Hvernig stendur þá á því, að Samgöngustofa gerir ekki athugasemdir við að sömu farþegar fari síðan án öryggisbelta sem farþegar Strætó BS til höfuðborgarsvæðisins.  Það hefur verið gagnrýnt í mörg ár.

Það væri gott að fá útskýringar á því....

Ólafur Guðmundsson.

 


mbl.is Plan C að ráðherra stígi inn í málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkennileg niðurstaða...

Algjörlega með ólíkindum miðað við málsatvik og staðreyndir, sem ekki var fjallað um í þessu sérstaka máli.  Við skoðun á öllum málsatvikum er með ólíkindum að þessi niðurstaða fæst, en ekkert af því er lagt til grundvallar.  Aðeins stuðst við játningu sem byggist á mati viðkomandi til að bjarga sínu lífi.

Þetta er nokkuð sem allir ökumenn ættu að átta sig á og taka tillit til, læra af og varast.  Hér koma málefni tæknivæðingar bíla og umferðar, persónuverndar og heimilda yfirvalda til notkunar persónulegra gagna til ákæru án dómsúrskurðar til álita.

Niðurstaða sem byggir ekki á staðreyndum málsins, heldur þvingaðri játningu manns sem var í ókunnu landi kúgaður til að játa á sig sakir, sem aldrei voru dómteknar og afgreiddar.

Er þetta það sem við viljum sjá í framtíðinni?  Refsing án málefnalegrar umfjöllunar?

Ólafur Guðmundsson.


mbl.is Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú, er svifryk ekki bara vegna nagladekkja.....

Allt árið um kring er því haldið fram af Reykjavíkurborg, að svifryk sé bara vegna umferðar og þá sér í lagi nagladekkja.

Í kvöld ber svo einkennilega við, að umferð er í einhverju mesta lágmarki sem hægt er að hugsa sér, en svifryk sprengir alla skala.

Hvernig væri að skoða þessi mál faglega og af sanngirni. Það er margt annað en bílar, umferð og nagladekk sem orsaka svifryk og aðra mengun, eins og kvöldið í kvöld sannar.

Málefnaleg umræða er góð byrjun á nýju ári.  Þar þarf að ræða alla þætti en ekki bara suma.  Þrif er eitt, aðferðir við gatnagerð og umferð annað og svona mætti lengi telja.

Ólafur Guðmundsson.


mbl.is Mikil mengun á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búið að benda á þetta ítrekað.....

Ég tek heilshugar undir þessa tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins.  Það eru ýmsir búnir að benda á þetta undanfarin ár, þar á meðal vegamálastjóri og undirritaður.

Sem tæknistjóri EuroRAP öryggisúttektar vega, hef ég ekið þúsundir kílómetra um allt land og tekið myndir og videó af vegakerfinu.  Við þær úttektir sér maður hvernig vegirnir eru að molna niður og ástandið hefur farið versnandi ár frá ári.

Í sumar gerði ég sérstaka úttekt á helstu vegum í uppsveitum suðurlands fyrir 6 sveitarfélgög vegna þess álags sem aukin ferðamennska hefur haft í för með sér.  Á sumum stöðum er ástandið skelfileg og nokkrir vegir nánast ónýtir.  Lítið sem ekkert bólar á viðhaldi eða úrbótum.

Ástandið er orðið svo slæmt, að yfirborðsmerkingar eru horfnar, mikið brotið úr könntum og slitlag að molna í sundur.  Eftir því sem þetta ástand varir lengur verður margfalt dýrara að lagfæra síðar.

Það er algjörlega ljóst, að hér þarf að gera stórátak eins og SA bendir á.  Framlög til viðhalds vega þarf að auka verulega næstu árin til að snúa þessari þróun við og koma vegakerfinu í það horf sem því ber sem æðakerfi samfélagsins.

Ólafur Guðmundsson.

Tæknistjóri EuroRAP á Íslandi.


mbl.is Hætta á að stórir hlutar eyðileggist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öfugmæli. Hér er ekkert misræmi, bara misskipting....

Staðreyndin er sú, að bíleigendur eru margfalt búnir að borga fyrir þessa innviði í formi skatta á bíla og umferð.  Sama ætti að vera um aðra samgöngumáta eins og strætó, hjólreiðar og gangandi, en því miður er svo ekki.  Nú eru pólitíkusar farnir að ræða um nýjar sóunarleiðir eins og lestir og sporvagna, allt niðurgreitt af skattfé.

Nei, bíleigendur og þeir sem nota þann samgöngumáta í leigu eða eigu, eru búnir að greiða fyrir þjónustu innviða og það oftar en einu sinni.  Tekjur af umferð eru nálægt 70 milljörðum.  Það að leggja 1/3 í innviði er bara ekkert mál.  Eins og staðan er í dag er skiptingin algjörlega á hinn vegin hvað varðar t.d. almenningssamgöngur.  1/3 greiddur af notendum og 2/3 af öðrum.  Bara bílaleiguakstur erlendra ferðamanna skilar amk. 5 milljörðum í skattekjur til ríkisins.

Nú er kominn tími til að fá vöruna, sem eru vegir, bílastæði fyrir ferðamenn og almennilega þjónusta fyrir þennan samgöngumáta, sem í raun borgar fyrir alla hina með fullri virðingu fyrir þeim. 

Sjálfbærar, skynsamar samgöngur fyrir alla.....

Þannig er þetta erlendis.  Pólitíkusar eiga ekki að velja hvernig við þegnarnir ferðumst.

Ólafur Guðmundsson.

 


mbl.is Vantar 15 milljarða vegna samgönguáætlunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn ein sagan sem verður að segja...

Ég hef heyrt margar sögur af þessu tagi, sem er algjör ástæða til að segja.  

Næstum 200 manns þurfa að horfast í augu við sambærilegt á hverju ári.

Sumir deyja, en mun fleiri þurfa að glíma við afleiðingar eins og hér er lýst á mjög einlægan hátt.

Margt af þessu er algjör óþarfi, ef samfélagið myndi horfast í augu við umferðarslys sem heilbigðismál og nota forfarnir og það sem við í dag vitum til að koma í veg fyrir þessar fórnir.

Bestu kveðjur og ósk um góðan bata.

Ólafur Guðmundsson.

Tæknistjóri EuroRAP öryggisskoðunar vega á Íslandi.

 


mbl.is „Ég dó næstum því 21 árs“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldrei minna malbikað en í tíð núverandi borgarstjórnar...

Það er nú alltaf betra að fara rétt með staðreyndir.  Það á sérstaklega við um borgarstjóra Reykjavíkur.

 

Í þessari frétt heldur hann því fram eftirfarandi:  "Á þessu ári var samt mun meira lagt í verkefnið en gert var í tíð Sjálfstæðisflokksins eftir hrun".   Þarna kemur orðaleikjagleði Dags B. Eggertssonar enn og aftur berlega í ljós.

 

Hann kýs að setja fram, að malbikun 2015 hafi verið mun meira en síðasta ár meirihluta Sjálfstæðisflokksins 2009, sem er rétt skamkvæmt orðana hljóða.  2009 voru malbikaðir 12,3 km. og 2015 16,1 km. á vegum Reykjavíkurborgar.

 

Dagur skautar aftur á móti af sinni alkunnu snilld yfir það, að öll hin ár síðustu borgarstjórnar Sjálfstæðisflokksins var malbikað meira en æarið 2015, sem er mesta sem núverandi meirihluti hefur náð að afreka. Algjörlega er sleppt að geta þess að lámarksárið er árið er 2014 með 8,9 km., þegar borgarstjórinn var Dagur B. Eggertsson.

 

Það er almennt viðurkennt, að malbikunarþörf Reykjavíkurborgar er um 15 km. á ári.  Á meirahlutaárum Sjálfstæðisflokksins 2006 til 2010 var meðaltalið 15,33, eða yfir þörfini með árinu 2009 eftir hrun meðtöldu.  Mesta malbikun í Reykjavík frá 2005 hrunárið 2008, eða 17,3 km.  

 

Á borgarstjóraárum Jóns Gnarr var meðaltalið 10.7 km. á ári.  Á fyrsta ári Dags B. Eggertssonar var þessi tala hröpuð í 8,9 km., eða langt undir þörf og borgarbúa vita hvernig staðan var orðin þá.  Uppsöfnuð þörf komin í næstum 40 km. og allar götur að hruni komnar.

 

Nei, það er því ekki hægt guma af góðum árangri í gatnaviðhaldi í Reykjavíkur, þó svo að bætt hafi verið í árið 2015 með 16,1 km. af malbikun.  Væri fróðlegt að sjá tölurnar fyrir 2016, en það er allveg ljóst að það þarf miklu meira en tvöföldun framlaga í málaflokkin eftir stjórn þessa meirahluta og þess síðasta í viðhaldi gatna í Reykjavík.

 

Ólafur Guðmundsson.

 

 

 


mbl.is Malbikað af miklum móð næstu ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Ólafur Kristinn Guðmundsson

Höfundur

Ólafur Kristinn Guðmundsson
Ólafur Kristinn Guðmundsson
Alþjóðlegur dómari í akstursíþróttum og umferðaröryggisgúrú.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...oli
  • PICT0376 edited

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband