Færsluflokkur: Bloggar

Hvað orsakar allar þessar bílveltur???

Bílveltur virðast vera lögmál á Íslandi.  Við sjáum aftur og aftur í fréttum að bílar hafi oltið á hinum og þessum vegum.  Hér er orsökin sögð hálka, eða þá að þetta virðist bílunum að kenna.  Vandamálið er að málunum er aldrei fylgt eftir þannig að raunveruleg orsök veltunnar komi fram.

Orsök óhappana á Reykjanesbraut eru ekki hálkan sem slík, heldur vanmat ökumanna á aðstæðum.  Það veldur því að menn missa stjórn á bílnum.   Hálkan ætti að minnka hættu á veltu frekar en hitt.  Ástæða þess að bíllinn veltur er eitthvað annað og það kemur aldrei fram.  Oftast veltur bíllinn ekki á veginum, heldur þegar hann fer útaf og lendir á einhverju við veginn eða þá í of bröttum fláa, eða falli fram af veginum.

Ég hef dæmt í kappakstri í tugum móta, þar sem menn aka á allt að 300 km. hraða á blautum og þurrum brautum.  Þar hef ég orðið vitni að fjölda atvika, þar sem menn missa stjórn á bílum af öllum gerðum.  Þeir hafa aldrei oltið þar sem ég hef verið, þar sem öryggissvæði brautanna eru þannig að hætta á veltum er nánast engin.  Það er því hægt að koma í veg fyrir allar þessar veltur á Íslandi með því að hafa öryggissvæði vega þannig úr garði gerð að veltur séu sjaldgæfar.

Því miður veit ég um fjölda tilvika, þar sem manngerðir hlutir eins og staurar, undirstöður skilta eins og púðar, skurðir og brattir fláar, grjót og slíkt eru það sem veltir bílunum, en sjaldnast er um það talað.  Undanfarnar vikur eru dæmi um fjölda slíkra tilvika, eins og þessi á Reykjanesbraut, Suðurlandsvegi og fleiri stöðum. 

Þetta virðist vera í meira mæli á Íslandi en erlendis, þar sem öryggissvæði vega eru með öðrum hætti en hér.  Þar má nefna hraðbrautir Evrópu, þar sem afar sjaldgæft er að sjá bílveltur.  Bílar í dag eru þannig hannaðir, að þyngdarpunkturinn er það lágt, að þeir renna eftir þurru malbiki í hvaða stöðu sem er án þess að velta.  Það er ekki fyrr en þeir lenda á fyrirstöðum að veltan á sér stað.  

Það væri mjög þarft að skoða frekar ferilinn sem fer í gang þegar einhver missir stjórn á bíl.  Oftast er talið nóg að nefna það fyrsta, eins og hálkuna í þessari frétt, en ekki hvað gerist í ferlinu þangað til bíllinn stoppar, hver svo sem staðan er þá.  Á milli þessara tveggja punkta er oft margt sem hefur áhrif á það hvort að bíllin helst á hjólunum eða ekki, svo ekki sé minnst á afleiðingarnar sem oftar en ekki verða mun alvarlegri vegna velturnar, sem á sér oft orsakir í miðju ferlinu, hver svo sem frum orsökin var fyrir því að einhver tapað stjórn á ökutækinu.  

Munurinn á því að lenda í atviki á bíl þar sem hann helst á hjólunum, eða hvort hann veltur er gífurlegur fyrir afleiðingarnar á þá sem í bílnum eru.  Veltan kallar fram helling af hættum sem sem geta slasað þá sem í bílnum eru, sérstaklega ef menn eru ekki í bílbeltum.  Hætta á t.d. höfuðáverkum eykst til verulegra muna, þó svo að menn séu í beltum, þar sem hliðarhöggin verða gífurleg fyrir efri hluta líkamans.

Hér er þáttur fjölmiðla mjög mikilvægur.  Maður sér alltof margar fréttir af alvarlegum umferðarslysum, sem allar enda með sama staðlaða niðurlaginu.:

"Örsök slysins er óljós.  Lögreglan fer með rannsókn málsins"....  Niðurstaðan kemur sjaldnast fram, nema um banaslys sé að ræða og þá frá Rannsóknarnefnd Samgönguslysa mörgum mánuðum seinna.

 


mbl.is Þrjár bílveltur á sama tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoða þarf heildarmyndina

Það er afar ánægjulegt að sjá hversu fáir hafa látist í umferðarslysum á árinu 2014.  Þessi þróun hefur verið viðvarandi undanfarin ár, en þó hefur það verið aðeins rokkandi upp og niður.

Heildarmyndina verður þó að skoða í samhengi og nota viðmiðanir sem aðrar þjóðir nota.  Í þeim löndum sem við berum okkur saman við er oftast horft á 5 ára tímabil í einu og viðmiðunin eru látnir og alvarlega slasaðir saman.  Á þessu 4 ára tímabili sem er í þessari frétt er sú tala á pari, eða 134 sem að sjálfsögðu er ekki ásættanlegt.

Í töfluni með fréttinni eru líka fleira sem vegur ugg.  Fjölgun í slysum á börnum úr 12.5 að meðaltali í 16 árið 2014.  Enging breyting á fjölda útlendinga sem lenda í umferðarslysum.  Alvarlegast þó er að sjá fjölgunina í slysum á hjólandi og gangandi, sem er úr 129 í meðaltalinu í 157,sem er aukning um 22%.

Ástæða fækkunar banaslysa má að mínu viti fyrst og fremst rekja til öruggari bíla.  Elstu bílunum fækkar og þeir sem eftir eru öruggari, þó svo að heildar aldur flotans hafi hækkað.  Þeir bílar eru þó öruggari en þeir elstu.  Fækkun slysa á ungum ökumönnum má einnig að miklum hluta rekja til þess að eftir hrun hafa þeir ekki komist yfir öflug ökutæki á sama hátt og áður með því einu að skrifa nafnið sitt á blað. Akstursbannið hefur einnig virkað, en ökukennslunni í heild lítið farið fram á þessu tímabili nema á Akureyri.

Á þessum 4 árum hefur lítið sem ekkert breyst til batnaðar í vegakerfinu, nema síður sé.  Reykjanesbrautin sem nefnd er í fréttinni hefur frekað versnað en hitt, þar sem slökkt hefur verið á stórum hluta lýsingarinnar, sem reyndar er óþörf.  Eftir standa ljóslausir ólöglegir staurar og viðhaldsleysi kemur niður á merkingum og malbiki.  Suðurlandsvegur stendur einnig hálfkláraður og með stórum göllum.  Öðru í vegakerfinu hefur frekar hrakað en hitt frá hruni vegna viðhaldsleysis eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, þannig að ekki er hægt að þakka vegakerfinu fyrir mikið í þessu sambandi.

 

 

 


mbl.is Banaslys ekki færri frá 1966
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér þarf ekki að kenna leiðsögukerfunum um....

Notkun leiðsögukerfa í bílum hefur aukist mjög á undanförnum árum og eru slík kerfi orðin staðalbúnaður í mörgum gerðum nýrra bíla. Garmin er algengast á Íslandi, en í evrópu er Tom Tom sennilega algengara.  Erlendir ferðamenn þekka notkun slíkra kerfa sjálfsagt betur en íslendingar og reiða sig á þau í sínum ferðum.  Því er afar mikilvægt að þau séu sem réttust á hverjum tíma

Ísland hefur verið eftirbátur annarra landa í að innleiða bestu upplýsingar í þessi kerfi.  Þau eru orðin gagnvirk og því mjög auðvelt að koma nýjum og réttum upplýsingum inn.  Það þekkja þeir sem aka erlendis.  Þar koma lokanir, upplýsingar um færð, umferðarteppur o.s.frv. fram í þessum kerfum.

Vandamálið á Íslandi eru ekki kerfin sem slík, heldur skortur á uppfærslum.  T.d. ætti ekki að vera tiltökumál að koma upplýsingum um vetrarlokanir inn í þessi kerfi.  Það væri allavega fyrsta skref.


mbl.is Stysta leiðin ekki endilega sú færa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tja, hvað eru skjót viðbrögð

Fyrir tæplega viku síðan lá ljóst fyrir að þetta ástand myndi skapast.  Götur ómokaðar og komnar með þykkan snjó sem hafði troðist niður. 

Síðan kom hláka á mánudeginum fyrir viku og þar með byrjaði allt að breytast í djúpar skorur sem ljóst var að myndu frjósa degi seinna.  Borgaryfirvöldum voru sendar ábendingar um þessa staðreynd, en ekkert var gert í málinu. 

Öllum sama, enda ekki um vandræði réttra samgöngumáta að ræða, þ.e. strætó og hjólandi.  Öllu því var haldið hreinu, þó svo að afar fáir notuðu til dæmis hjólreiðastígana.  Undanfarna daga nálægt núllinu hvað umferðartíðni varðar.

Það er algjörlega ljóst, að forgangurinn í snjómokstri og hálkuvörnum í Reykjavík er ekki stjórnað af fólki sem hefur hagsmuni meirihluta borgarbúa í forgangi.  Þessu verður að breyta og fara að láta óskir og þarfir fólksins ráða, en ekki dutlunga stjórnmálamanna....

Ólafur Guðmundsson.

 


mbl.is Skjót viðbrögð í Grafarvogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgð borgarinnar í snjóhreinsun

Hér er um að ræða beina afleiðingu þess, að borgaryfirvöld eru með rangar áherslur í snjóhreinsun.  Fyrst koma hjólastígar, þá göngustígar, næst strætóleiðir og þá stofbrautir fyrir bílaumferð, sem flestir borgarbúar nota sem samgöngur.

Það gerir það að verkum að miklir frosnir hraukar hrannast upp eins og undanfarnir dagar sanna.  Mín gata í Grafarvogi var orðin nánast ófær vegna þess að engin tilraun var gerð til að moka hana fyrr en á þriðja degi, þrátt fyrir ábendingar um að þar væri allt að stefna í óefni og tjón fyrir bíleigendur.  Þegar það var loksins gert voru brot úr bílum um allt, þar sem undirvagnar voru að gefa sig í venjulegum bílum. 

Hjólastígarnir voru hreinir, en ljóst í fölinni sem yfir lá að enginn hafi hjólað á þeim svo dögum skipti.  Hér er áherslan eitthvað á skjön.....

 

 


mbl.is Ófærðin leikur pústkerfin grátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borga hikstalaust 500 kall fyrir lífið og öryggi í samgöngum....

Nú ætlar niðurgreidda samfélagsfyrirtækið Strætó Bs. að hasla sér völl enn og aftur í trausti niðurgreiðslna og án þeirra sjálfsögðu öryggiskrafna til handa almennum borgurum, sem eru öryggisbelti í hópferðabílum.  Aðrir þjónustuaðilar hafa metnað fyrir því og ég mun því án umhugsunar borga þessar 500 krónur fyrir öryggið, sem Strætó sér ekki ástæðu til að bjóða eða krefjast.

Af langri reynslu og þekkingu á umferðaröryggi, þá veit ég að allur hraði á almenningsvögnum umfram 50 km. innanbæjarhraða er lífshættulegur þeim sem láta glepjast á þessari þjónustu, sem er niðurgreidd og ekki með umferðaröryggi í fyrirrúmi.

Ólafur Guðmundsson.


mbl.is Strætó beint á Keflavíkurflugvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að taka lögin í sínar hendur....

Já, það er magnað að sjá hvernig menn túlka alla hluti sér í hag.

Ekkert sem hér er tínt til er brot á umferðarlögum.  Þeir sem hér eru að stöðva bíla til að sinna þeim erindum sem þeir hafa sinnt áratugum saman er ekkert sem þessum ágæta hjólamanni ætti að koma á óvart, enda fullkomlega löglegt.

Ekkert af því sem hér er sýnt er brot á umferðarlögum, enda hefur lögreglan ekki gert athugasemdir hér um.  Hér eru engar merkingar sem banna affermingu af nokkru tagi, hvort sem er af vörum eða fólki.  Það sem reynt er að taka til hefur enga lögformlega merkingu.  Málað reiðhjól á götu er ekki til í umferðarlögum eða reglugerðum þar um.  Sama á við um hjólastól, nema því fylgi umferðarmerki og rammi sem sýni viðkomandi stæði.

Öll Hverfisgatan er gjörsemlega ólögleg hvað varðar það sem um er fjallað í umferðarlögum varðandi gangandi og hjólandi umferð.  Hvergi eru lögbundin umferðarmerki, yfirborðsmerkingar eða annað það sem þar ber að fylgja.

Á allt þetta var ítrekað bennt áður en í þessar framkvæmdir var farið af íbúum, hagsmunaaðilum, umferðaröryggissérfræðingum og öðrum, en eins og við Hofsvallagötu og Borgartún var allt slíkt látið fram hjá sér fara.

Ég vil bara benda mönnum á að skoða umferðarlögin, reglugerð 289/1995 og annað það sem um þetta fjallar áður en of mikið er sagt í þessum efnum.

Ólafur Guðmundsson.

 


mbl.is Aðförin að einkahjólinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumir eru heilagarri en aðrir.

Já. það er ekki sama hvort maður er Jón eða Sigrujón í því að geta orðið gjaldþrota í efnum og málefnum.  Það á hér við frekar en nokkuð annað.

 


mbl.is Félag Sigurjóns gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er að gerast....

Efni þessarar fréttar er nokkuð sem ég hef fylgst með undanfarin misseri og ár.  Þetta er að gerast og gerist hraðar en menn órar fyrir.  Þess vegna eru framsýnar ríkisstjórnir farnar að bregðast við.  Hér er margt sem þarf að spila saman og mjög mikilvægt að allir hagsmunaaðilar fari að taka saman höndum, þannig að innviðir, lagasetning, fræðsla og annað sé tilbúið þegar þessi nýja tækni kemur á almennan markað.

 


mbl.is Næsta stökkið í samgöngum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er vandlifað í þessum heimi ritskoðunar

Vinur minn Jeremy Clarkson hefur oft verið undir járnhæl ríkisrekinna fjölmiðla.  Einn af kostum og ástæðum vinsælda Top Gear er að þar er talað mannamál.  Það fer oft fyrir brjóstið á þeim sem vilja ráða hvernig fólk er og tjáir sig.

Ég hef unnið með Jeremy oftar en einu sinni frá árinu 1994 þegar hann kom fyrst til Íslands og við gerðum þátt sem aldrei hefur verið sýndur í íslensku sjónvarpi um land og þjóð í þáttaröðinni Motorworld sem var unnin á millibilstímabili Top Gear.  Það er einhver besti þáttur sem gerður hafði verið fram að þeim tíma um land og þjóð, enda fékk hann topp áhorf hjá BBC og hefur oft verið vitnað til síðan.  Þennan þátt má sjá á þessum link.: 

http://biggibraga.blog.is/users/28/biggibraga/files/Gamalt/motorworld_1995_6920.mp4

Þegar Jeremy kom síðast í tökur á Íslandi 2006 varð ég vitni að því hvernig yfirmenn BBC reyndu að hafa áhrif á umfjöllun og tökur Top Gear.  Allir fóru þeir Jeremy, James og Richard til Eggerts feldskera og keyptu sér hluti úr skinni.  Richard leðurjakka úr lambaskinni, James húfu, en Jeremy selskinnsjakka.

Meðan á tökum stóð komust yfirmenn BBC að því að Jeremy væri í selskinnsjakkanum.  Allt ætlaði vitlaust að verða og hótanir gengu á báða bóga í heilan dag, þar til Jeremy fékk sínu framgengt á þeim forsendum að enginn áhorfenda BBC myndi renna grun í að þetta væri selskinn frekar en plast.  Það varð síðan raunin.

Í öllum mínum kynnum af Jeremy Clarkson hef ég aldrei orðið var við rasisma eða skoðanir í líkingu við það sem hér er blásið upp af misvitrum fjölmiðlamönnum.  Held frekar en hitt að hér sé um að ræða árásir byggðar á öfund af velgengni Top Gear og þess sem þeir félagar á samt Andy Wilman framleiðanda þáttanna hafa búið til.  Það er þekkt og heitir afbrýðisemi...

Ólafur Guðmundsson.

 

 


mbl.is Clarkson fær lokaviðvörun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ólafur Kristinn Guðmundsson

Höfundur

Ólafur Kristinn Guðmundsson
Ólafur Kristinn Guðmundsson
Alþjóðlegur dómari í akstursíþróttum og umferðaröryggisgúrú.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • ...oli
  • PICT0376 edited

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband