Færsluflokkur: Bloggar
23.5.2015 | 21:57
Magnað hvað sumir bílar velta....
Þessi frétt sýnir enn og aftur einfaldleikan í umfjöllun á umferðarslysum á Íslandi. Bílar velta hér og þar. Það má skilja það svo, að þetta séu bílarnir sem orsaka velturnar. Aldrei er huganum leitt að raunverulegum orsökum fyrir öllum þessum veltum.
Bílar eru nú yfirlett frekar tregir til að velta einir og sér. Þeir skrensa, renna snúast o.s.frv. Það á meira og minna við allar gerðir, þar með talið jeppa og flutningabíla.
Miðað við myndirnar af þessu atviki, skín í gegn hvað raunverulega á hér hlut að máli. Það er fláinn fram af veginum, kanturinn sem brotnar niður undan þunga bílsins og síðan umhverfið. Bíllinn er því að litlu leiti orsakavaldurinn heldur vegurinn.
Þessi bíll er skv. öllum Evrópureglum um gerð, búnað og þyngd. Ökumaðurinn með viðurkennt ökuskírteini og allt samkvæmt tilskipunum, reglum og lögum. Það eina sem ekki er samkvæmt Evrópureglum er vegurinn og umhverfi hans. Svona sér maður ekki erlendis.
Það má örugglega segja að ökumaðurinn hafi gert mistök með því að fara of utarlega og átta sig ekki á því hversu lélegur vegurinn og kannturinn væri á þessum stað, en ábyrgð veghaldara hér er síst ofmetinn og ökumaðurinn látinn taka skellinn ásamt bílnum. Það er allavega það sem fréttaflutningurinn ber með sér.
Ólafur Guðmundsson.
Umferð hleypt um eina akrein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.5.2015 | 22:49
Hverjar eru raunverulegar orsakir???
Af hverju velta allir þessir bílar á Íslandi og oftast á sömu stöðum. Eru þetta ákveðnar bíltegundir, eða gæti verið að vegirnir og umhverfi þeirra hafi eitthvað með þetta að gera.
Fréttaflutningurinn klárar aldrei dæmið og kemur með skýringar eða svör á þessu. Alltaf sama klisjan. Bíllinn valt......
Það skildi þó ekki vera einhver skýring á öllum þessum veltum, sér í lagi þegar sömu vegir eiga oft í hlut, eins og Þrengslavegur.
Gæti ekki verið að uppbygging vegarins, fláarnir, skortur á vegöxlum og fleira slíkt sé skýringin. Þar sem það gæti verið ábyrgð veghaldara og ríkisins, er etv. rétt að láta það liggja milli hluta, svona eins og holumálin í Reykjavík.....
Tvær bílveltur í Þrengslunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.5.2015 | 19:24
Hversu mikið á að malbika....
Mjög ánægjulegt er að heyra að Vegagerðin er kominn af stað með framkvæmdir á þeirra hluta gatnakerfisins í Reykjavík. Því miður er ekki hægt að segja það sama um borgaryfirvöld, þar sem það litla sem heyrst hefur er bara dropi í þetta holuhaf...
Það væri afar fróðlegt, ef Vegagerðin gæti gefið upp hversu margir kílómetrar af vegum (akreinum) eru á þeirra könnu í Reykjavík og höfuðborgarsvæðinu í heild.
Þar sem búið er að bjóða verkið út, hlýtur að liggja fyrir hversu margir kílómetrar það eru sem á að malbika, þó svo að ekki sé búið að semja við verktaka. Einnig hlýtur kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar að liggja fyrir.
Einnig hlýtur að liggja fyrir forgargsröðun á því hvaða vegir verða malbikaðir í sumar.
Það er sjálfsagt og nauðsynlegt að þetta verði gefið upp til að upplýsa okkur bíleigendur og skattgreiðendur, hverju við eigum von á.
Töluvert verk framundan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2015 | 18:18
Nægur efniviður í Reykjavík.....
Menn gætu farið á listamannalaun í Reykjavík með því einu að túlka það sem felst í götunum í boði tíðarfarsins.... Eða þannig....
Holur verða að typpum og rössum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2015 | 21:29
Enn og aftur gengið framhjá óskum íbúa....
Núverandi meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur eru afar mislagðar hendur í sambandi við umferðarmál. Það sanna afrek eins og Hofsvallagata, Snorrabraut, Borgartún og Grensásvegur.
Enn er bætt í og nú er það Gnoðarvogur. Nú á að færa aðkomuna að leikskólanum Steinahlíð af Suðurlandsbraut, þar sem hún hefur verið í áratugi og gegnum íbúagöturnar Gnoðarvog og Eikjuvog. Með því verður mjög aukin bílaumferð flutt inn í íbúðahverfi, í stað þess að halda henni á breiðri umferðargötu með mjög lítilli umferð hjólandi og gangandi, sem og akandi.
Eins og í öllum misheppnuðu afrekunum sem að framan eru nefnd, er ástæðan sögð "minnka slysahættu á vinsælli hjóla- og gönguleið". Staðreyndin er sú, að þessi hjólaleið er ný af nálinni frá síðasta kjörtímabil og það er því hönnun og skipulag hennar sem er vandamálið, en ekki rótgróið íbúðahverfið við Gnoðarvog og Eikjuvog.
Þegar slys á þessu svæði eru skoðuð frá 2007 til síðustu áramóta, kemur í ljós að tvö slys á óvörðum vegfarendum hafa átt sér stað, bæði árið 2014, eftir að umræddur hjólastígur kom. Bæði slysin voru skráð með litlum meiðslum.
Annað slysið var á umræddum stíg, þar sem ekið var á hjólandi við innkeyrsluna að Steinahlíð, en hún er mjög blind vegna gróðurs og stígurinn er þétt við hann. Það má auðveldlega leysa með því að klippa og snyrta gróðurin, setja upp spegla, eða annan varnarbúnað eins og viðvörunarljós.
Hitt slysið varð þar sem 8 ára barn á hjóli lennti í árekstri við fólksbíl. Það slys varð nefnilega í Gnoðarvogi, þar sem nú á að auka bílaumferð, gangi hugmyndir meirihlutans eftir. Staðan er því 50/50.
Það er óskandi að hlustað verði á íbúana og aðra í þessu máli, nokkuð sem maður er frekar svartsýnn á, miðað við það sem á undan er gengið á afrekalistanum....
Við bara skiljum þetta ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.3.2015 | 15:45
Engin áform um úrbætur.
Enn og aftur verður alvarlegt umferðarslys á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar. Sem betur fer virðist þetta hafa sloppið þokkalega til, en þó of snemmt að fagna því.
Þessi gatnamot eru hættulegustu gatnamót landsins og hafa verið það í mörg undanfarin ár. Reykjavíkurborg gerði samning við ríkið um að gera EKKERT í úrbótum á gatnamótum sem þessum til 10 ára. 7 ár eru eftir af þeim óheilla samningi.
Það á aftur á móti að sóa hundruðum milljóna í gjörsamlega ónauðsynlegar framkvæmdir á Háaleitisbraut og Grensásvegi frá Miklubraut og hunsa þar með þá staðreynd, að þessi kafli frá Grensásvegi að Kringlumýrarbraut er með þeim allra slysamestu á landinu. Þeir kaflar Háaleitisbrautar og Grensásvegar eru aftur á móti nánast slysalausir. Allur peningurinn þangað til að uppfylla pólitískar persónukreddur afar fárra.
Á meðan heldur fjöldi fólks áfram að lenda í alvarlegum umferðarslysum án nokkurra aðgerða yfirvalda. Það hvarlar orðið að manni að þeim sem um þetta eiga að fjalla sé nákvæmlega sama. Það má nefnilega reikna með því útfrá slysasögu þessarra 3 gatnamóta á Miklubraut, að 18 manns muni slasast alvarlega út núverandi skipulagstímabil til 2030. 192 munu hljóta minni meiðsl og eignatjón í 1270 tilfellum. Þetta byggir á 5 ára slysasögu þessara gatnamóta 2007 - 2012.
Samtals eru þetta tæplega 1700 umferðarslys, sem núverandi meirihluti ætlar að láta á okkur borgurunum dynja, án þess að gera neitt í málinu. Aftur á móti á að eyða stórfé í framkvæmdir á slysalausum götum sem virka ágætlega eins og þær eru, án þess að hafa hugmynd um til hvers það leiðir annarsstaðar.
Þetta heitir að vera í "Ruglinu" hvað varðar umferðarmál í Reykjavík.
Þrennt á slysadeild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2015 | 10:31
Hér er yfirgangi núverandi meirihluta rétt lýst....
Enn og aftur sannast virðingarleysi, yfirgangur og frekja núverandi meirihluta í Reykjavík. Afar umdeildri og óþarfri framkvæmd er nauðgað í gegn á fölskum forsendum. Íbúafundur fyrir tæpri viku um málið fótum troðinn og því sem þar var lofað kastað á hauganna.
Í gær var þessu máli smyglað í gegnum umhverfis og skipulagsráð, án þess að menn vissu að þetta væri svo mikið sem á dagskrá. Þetta kom öllum í opna skjöldu, nema þá kanski fulltrúum meirihlutans sem framkvæmdu glæpinn, enda það greinilega tilgangurinn.
Þetta var gert með því að lauma þessu inn undir liðnum "Göngu og hjólastígar, framkvæmdaáætlun", Mál nr. US150040. Engin gögn voru lögð fram undir þessum lið. Það kemur síðan í ljós, að framkvæmdir við Grensásveg og Háaleitisbraut upp á rúmar 200 milljónir eru þar á lista yfir það sem á að gera á þessu ári. Þetta er samþykkt þrátt fyrir hörð mótmæli minnihlutans, Sjálfstæðismanna ásamt Framsókn og flugvallarvinum.
Málefni Grensásvegar sem var efnið á nefndum íbúafundi eru aftur á móti mál nr. US140180 í gögnum borgarinnar og það er það sem var kynnt á fyrir íbúumen ekki einhver göngu og hjólreiðaáætlun. Sagt á fundinum af Hjálmari Sveinssyni að væru einungis hugmyndir í vinnslu, væri ekki á neinni hraðferð og nægur tími fyrir íbúa að skoða málið. Fundarmönnum meira að segja bennt á að senda athugasemdir í tölvupósti og það yrði allt skoðað.
Þetta mál US140180 er því ennþá opið í gögnum borgarinnar, var ekki á dagskrá í gær og því óafgreitt. Hvort skyldi þá vera bindandi og löglegt??? Í mínum huga heitir þetta "GRÓF FÖLSUN"
Það er því með ólýkindum hversu ófyrirleitin blekkingarleikur er hér á ferðinni, svo ekki sé minnst á virðingarleysið fyrir íbúum, hagsmunaaðilum, borgarbúum og lýðræðinu.
Maður er því ekki hissa á því að Jón Gnarr fyrrverandi samstarfsmaður núverendi meirihluta skuli hafa hætt við að bjóða sig fram til forseta í grein um daginn, þar sem hann lýsir því að nenna ekki að halda áfram í stjórnmálum vegna þess sem hann hefur lært í pólitík af félögum sínum á síðasta kjörtímabili.
Núna skilur maður þá ákvörðun enn betur.....
Samþykktu að þrengja Grensásveg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2015 | 20:27
Sannleikurinn er samdráttur borgarstjórnar en ekki veðrið....
Þeð er með hreinum ólíkindum að sjá embættismenn og stjórnmálamenn kenna veðrinu og tíðarfarinu um alla mögulega og ómögulega hluti. Flest það sem uppá hefur komið í málefnum vega og gatna hefur verið tíðarfarinu að kenna, miðað við skilgreiningu Reykjavíkurborgar. Það á við um skemmdir í malbiki, blæðingar á slitlögum og snjómokstur, svo eitthvað sé nefnt. Á sumrin er það svo sumarið sem orsakar vandræði við sláttur og aðra umhirðu borgarinnar.
Nú eru það slit og holumyndanir í götum Reykjavíkur. Viðvarandi viðhaldsleysi og röng forgangsröðun er þar um að kenna meira en nokkru öðru, eins og tíðarfarinu. Sönnun þess kemur í ljós þegar tölurnar eru skoðaðar.
Reykjavíkurborg rekur tæplega 540 km. af götum. Þar af eru safn og tengigötur 180 km. Til að halda þeim við þarf að malbika uþb. 15 km. árlega til að halda í horfinu með því að skipuleggja viðhaldið rétt.
Árin 2005 til 2008 voru malbikaðir 16 km. á ári að meðaltali, mest árið 2008 eða 17.3 km. Árin þar á eftir þegar síðasti meirihluti tók við fór að síga á ógæfuhliðina, eins og viðhaldstölurnar sína.
2009 - 12,3km. Árið eftir hrun, tímabundið.
2010 - 11,8km.
2011 - 10,7km.
2012 - 11,5km.
2013 - 9,0km.
2014 - 8,9km. Núverandi meirihluti tekur við.
Vöntunin á þessum árum er því orðin 25,8km. og með árinu 2015 með nýrri þörf upp á 15km. er þörfin orðin 40,8km. að minnsta kosti.
Það er því algjörlega ljóst, að það er skammsýnin í viðhaldi sem er aðalorsökin, en ekki tíðarfarið. Til að snúa þessu við þarf að grípa til mun víðtækari aðgerða en hér er sett fram. Þörfin er áreiðanlega um 1.5 milljarður króna.
Fyrsta skrefið er að viðurkenna vandann og eigin sök. Þá fyrst er hægt að grípa til raunhæfra aðgerða og láta veðrið bara ganga yfir, eins og það hefur alltaf gert.
Malbikað fyrir 690 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2015 | 15:52
Skýrsla EuroRAP um vegrið og bifhjólafólk
Í kjölfar mikillar umræðum um "Ostaskera", þ.e. víravegrið og bifhjólafólk fyrir nokkrum árum var gerð rannsókn á vegum iRAP og EuroRAP varðandi þetta mál. Skýrsla var gefin út varðandi þetta, sem ég held að Mike Dreznes hjá IRF er að vísa til.
Þessa skýrslu má finna á eftirfarandi vefslóð. Hún er c.a. 8 í röðinni og ber nafnið:
"Designing Safe Roads for Motorcyclist
http://irap.org/en/about-irap-3/research-and-technical-papers
Þarna kemur fram að lítill sem enginn munur sé á mismunandi gerðum vegriða varðandi öryggi bifhjólafólks og það séu helst stólparnir í bæði víravegriðum og bitavegriðum sem sú vandamálið, en ekki vírinn sem slíkur.
Ólafur Guðmundsson.
Stólparnir verstir fyrir vélhjólafólk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2015 | 11:16
Fullkomin ábyrgð Reykjavíkurborgar vegna ástands gatna.
Mikið skelfing ætlar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri að reyna að skauta létt fram hjá ábyrgð sinni undanfarin ár varðandi ástand gatna í Reykjavík. Hann talar í marga hringi kringum og framhjá þeirri staðreynd, að Reykjavíkurborg og hann sem borgarstjóri bera alla ábyrgð á því viðhaldsleysi sem hefur orsakað það hrun sem nú er orðið í gatnakerfi borgarinnar.
Það er ekki svo, að hann kenni tíðarfarinu og veðrinu um, heldur reynir hann núna að afsaka þetta með því að fé vanti frá ríkinu til vegaframkvæmda og viðhalds í borginni. Staðreyndin er sú, að Vegagerðin og ríkið standa sig mun betur en Reykjavíkurborg í þessu efni. Nánast allar þær litlu malbikunarframkvæmdir sem sáust í borginni í fyrra voru á vegum Vegagerðarinnar. Þá hefur ríkið lagt til rúmlega 800 milljónir aukalega til viðhalds vega í fjárlögum fyrir 2015, sem er veruleg viðbót sem meðal annars mun nýtast á höfuðborgarsvæinu.
Vangaveltur borgarstjóra um að hér sé eitthvað upp á ríkið að klaga eru nánast aumkunarverðar, þar sem það er Reykjavíkurborg sem átti allan heiður af samningnum milli síðustu borgarstjórnar og síðustu ríkisstjórnar um að fara í engar framkvæmdir í vegamálum á höfuðborgarsvæðinu í 10 ár og láta nánast allan peninginn í niðurgreiðslur á almenningssamgöngum m.a. um allt land.
Staðreyndin er sú, að borgarbúar eru búnir að greiða fyrir þessa þjónustu borgarinnar að fullu í gatnagerðargjöldum og útsvari, sem eru þau hæðstu á landinu í Reykjavík. Önnur sveitarfélög fjármagna sitt viðhald á götum á sama hátt, en víða með lægri álögum. Það er aftur á móti Reykjavík sem hefur ekki afhennt þessa þjónustu til borgarbúa, frekar en margt annað. Það heitir á heiðarlegri íslensku "Vörusvik".
Ég held að borgarstjóri og núverandi meirihluti ætti að girða sig í brók, viðurkenna vandann, gera opinberlega áætlun um aðgerðir og viðbrögð. Það þarf ekkert að skoða þetta eða nefndarleggja. Neyðaráætlun um massíft viðhald á götum borgarinnar þarf að fara í gang strax í vor og standa í allt sumar, ef við borgarbúar eigum ekki að keyra á malarvegum næsta vetur. Ég trúi að Vegagerðin og ríkið muni gera slíkt, en hef ekki enn séð nein viðbrögð í þá átt frá Reykjavíkurborg.
Röng forgangsröðun veghaldara? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Ólafur Kristinn Guðmundsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 2749
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar